föstudagur, apríl 30

Söfnun auglýsinga fyrir bækling Hamars

Ég (Guðjón) er kominn með kvittanahefti og samninga þannig að núna getum við farið að selja þeim sem vilja kaupa auglýsingu í bæklinginn sem við erum að fara að gefa út.
Fyrir þá sem ekki vita þá er bæklingurinn með sama sniði og körfuboltinn gaf út nema að allar síðurnar verða í lit.
Þannig að núna er það undir okkur komið að safna sem mestu pening svo við komum ekki út í mínus.
Endilega reynið að ná sem flestum til að styrkja okkur... þótt að það verði bara fyrir smá aura, vegna þess að MARGT SMÁTT gerir EITT STÓRT :)
Ég mæti með þetta á æfingu í kvöld... en fyrir þá sem mæta ekki en þurfa þetta geta nálgast þetta heima hjá mér :)
Tíminn er orðinn naumur, fyrsti leikur er núna 18. maí þannig að við þurfum að koma þessu í prentun eigi síður en 8. mai... Drífum okkur að safna og ekkert hangs !!!!

Kv. Gaui B.H