Loksins eru alvöru æfingar að byrja, sú fyrsta verður haldin á Fylkisvellinum fimmtudaginn 5. janúar kl:21:00. Keyrt verður frá íþróttahúsinu í Hveragerði kl:20:00, þeir sem hafa yfir að ráða bifreið eru vinsamlega beðnir um að mæta á drossíunni og bjóða öðrum far. Þeir sem búa í öðrum borgum og bæjum eru beðnir að mæta tímanlega á Fylkisvöllinn.
Nýr þjálfari liðsins verður formlega kynntur fyrir leikmönnum og er
þetta því fyrsta æfingin undir hans stjórn.
NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ HAMARSMENN, HRISTUM AF OKKUR JÓLASKVABBIÐ
OG BYRJUM TÍMABILIÐ AF FULLUM KRAFTI.
Það er bara til eitt alvöru lið...HAMAR