laugardagur, desember 31

Tímabilið 2004

Þjálfari: Sigurður Einar Guðjónsson

Verðlaun:

Trukkur ársins: Jónas Guðnason
Trukkur ársins er sá leikmaður sem var "trukkalegastur" á vellinum, óstöðvandi maskína sem trukkaði sig í gegnum andstæðingana og "trukkaði" niður sóknir af fullu MAN-afli lík og malarnámumaskína af bestu sort. Verðlaun: Vígalegur plast trukkur með tank á stærð við hálfan pela af rjóma.

Galdramaður ársins: Rafn Haraldur Rafnsson
Galdramaður ársins er sá leikmaður sem sýndi mesta "galdra" á vellinum, varnarlega eða sóknarlega. Galdramaðurinn er sá leikmaður sem býr yfir mestum hæfileikum til að framkvæma, og hefur framkvæmt flottustu "galdrana" á vellinum í sumar. Verðlaun: Megaflott galdratuskudúkka

Skytta ársins: Björn Björnsson, Guðjón Bjarni og Sigurður Einar.
Bjössi fékk verðlaunin þar sem að hann var eini af þeim sem var mættur. Skytta ársins er sá leikmaður sem sýndi mesta færni í skotum á mark andstæðingana eða í sendingum á liðsfélagana. Leikmaður þessi væri líklegastur til að verða kallaður William Tell Íslands eða jafnvel Carl J. Eriksson Hvergerðinga. Verðlaun: Geggjuð leiser byssa, fyrir skyttuna, sem að skýtur fimm mismunandi lituðum geislum. (Reyndar hafði viðtakandinn ekki vitsmuni til að nota hana þrátt fyrir að reynt hafi verið að kenna honum á hana)

Súkkulaði ársins: Sigurður Gísli Guðjónsson
Súkkulaði ársins er sá leikmaður sem þykir búa yfir hvað mestum hæfileikum sem nýtast ekkert á vellinum, þ.e. algörlega óháð knattspyrnulegri getu, en þeim mun betur utan hans. "Súkkulaði" ársins þarf að búa yfir mikilli ytri fegurð ásamt því að gegna því mikilvæga hlutverki að trekkja kvenfólkið á völlinn. "Súkkulaðið" er sá leikmaður sem fór með mest af geli yfir tímabilið, fór í flesta ljósatíma og skartaði fegursta hárinu. "Súkkulaðið" er Garðar Gunnlaugsson okkar Hverðgerðinga. Verðlaun: Snyrtisett sem inniheldur hlébarðaspöng, greiðu, naglaþjöl og naglasnyrtir

Félagi ársins: Jónas Guðnason
Félagi ársins er sá leikmaður sem staðið hefur með liðinu gegnum súrt og sætt, sigra og töp og er alltaf reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til liðsins og félaganna í liðinu, í leikjum og á æfingum utan vallar sem innan. Verðlaun: Veglegur áletraður peningur

Markahæstur: Sigurður Gísli Guðjónsson
Sá sem skoraði mest fyrir félagið í deild og bikar. Gulldrengurinn að hljóta þennan titil annað árið í röð. Verðlaun: Veglegur áletraður peningur

Mestar framfarir: Hafþór Björnsson
Sá leikmaður sem þótti ná bestum árangri á árinu og bæta sig mest bæði líkamlega sem getulega. Verðlaun: Veglegur áletraður peningur

Efnilegasti leikmaður ársins: Heimir Logi Guðbjörnsson
Sá leikmaður sem þykir hafa mikið efni að geyma og eiga góða möguleika til að bæta sig enn frekar og jafnframt skara framúr í kjölfar þess.

Leikmaður ársins 2004: Rafn Haraldur Rafnsson
Sá leikmaður sem þykir hafa spilað best og jafnast í leikjum og æfingum árið 2004. Sá leikmaður sem hefur lagt einna mest á sig fyrir heildina og jafnframt verið sér og liðfélögum til sóma með áhugasemi og metnaði. Verðlaun: Vegleg brons stytta á stærð við tveggja lítra gosflösku áletruð "Mfl. Hamars. leikmaður ársins. sumarið 2004. Einnig fékk Rafn í hendurnar farandskjöldin sem fer nú annað árið í röð til hans en hann fór í umferð 2003 og hefur því verið í vörslu Rafns síðan.