Árborg-Hamar
Leikurinn Milli Árborg og Hamars í Hm bikarnum fór fram á malarvellinum á Selfossi í gær í rokrassgati dauðans. Erfitt var að spila fótbolta vegna Kára (þó ekki pabbans Hlyns) en þó áttum við ágætis spretti og náðum að spila þokkalega á köflóttum köflum. Við leiddum mest allan leikinn og komumst fyrst yfir snemma í fyrri hálfleik en Árborgarar jöfnuðu í kringum fertugustu mínútu. Við komumst svo aftur yfir snemma í seinni en Árborgarar jöfnuðu aftur í kringum sjötugustu mínútu með ca. 18 metra á sekúndu með sér í liði. Bjössi Striker setti bæði mörkin okkar og er hann að verða markahæsti leikmaður Hamars á upphitunartímabili síðan Jói Snorra var uppá sitt besta. Gedane og Raven voru að spila boltanum vel á miðjunni miðað við aðstæður og ná sífellt betur saman og eru að verða eitt besta miðjupar ÍSLANDS. Alla vega þá var allt annað að sjá allt Hamars liði eftir einhverja lægð og lognmollu undanfarið og gaman að sjá að við höfum karakter. Við skulum hafa hann(karakterinn) áfram með!
Nokkuð fyndin mynd af Bjössa striker, Steina og Jóa Rútu Hér
Hasta La Victoria Siempre
Ásgeir Bo