miðvikudagur, janúar 18

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins



Sunnudaginn 22. janúar kl:16:00 verður flautað til leiks
í fyrsta æfingaleik okkar á þessu tímabili.

Leikurinn verður spilaður á gervigrasi Framara í Safamýrinni.
Hvergerðingar keyra frá íþróttahúsinu kl:14:30

Mótherjarni verða okkar gömlu erkifjendur í Árborg frá Selfossi með
Sigurð Einar Guðjónsson okkar fyrrverandi þjálfara og leikmann innanborðs. Án efa verður um spennandi viðureign að ræða því í gegnum tíðina hafa liðsmenn Hamars og Árborga tekið vel hvorir á öðrum inn á vellinum og gerum við ráð fyrir að engin breyting verði á því.

Nú er bara að peppa sig upp andlega fyrir leikinn, taka vel á æfingunum og mæta brjálaðir í leikinn. Engin stig eru í boði fyrir sigur í þessum leik heldur er heiðurinn lagður að veði
og við vitum allir að með sigri sönnum við að...

Það er bara eitt alvöru lið...HAMAR