Nýir æfingatímar
Einsi coach hefur sett á nýja æfingartíma þar sem að innanhús æfingar falla niður og allar æfingar eru því á grasinu hjá kindahúsinu hans Michelsen. Nýju tímarnir eru:
Mán 20:00
Mið 20:00
Fim 20:00
Sun 18:00
Þessir tímar munu halda sér í sumar að mestu leyti nema þegar leikir og annað er á döfinni. Munið líka að sektarkerfi Gauja er komið á fullt og því betra að mæta á allar æfingar. Ég held það hafi verið einn í gær sem að ekki lét vita af sér og það var Lollypopparinn Stebbi kyntröll. Það er kanski bara ágætt, því fleiri sem skrópa því veglegri verður þjappan;)
Hasta La Victoria Siempre
Ásgeir Bo