fimmtudagur, júlí 22

Hamar vs Mosi og menn

Drangsmenn komu í heimsókn til okkar á mánudagskvöld og tókum við á móti þeim með blíðskaparveðri. Fersk lykt Grýlu gömlu lék um dalinn eftir að hafða gosið enn á ný eftir tuttugu lítra af Þvol uppþvottalögum sem troðið var í hana af þýskum túristum. Það þýðir víst ekki að nota neitt annað en Íslenskt á þá gömlu segja mér fróðir menn. En nóg um hana Grýlu við hófum leikinn á velli Grýlunnar kl 20.00 stundvíslega og ætluðum okkur ekki að gefa Drangsmönnum tveggja marka forskot eins og í fyrri leiknum. Við héldum knettinum ágætlega og vorum þolinmóðir í okkar aðgerðum. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós í fyrri hálfleik en þó ekkert sem að ég man svosem eftir, ég var ekki með blað og blýfant á mér til að rita það niður þannig að það fór inn um annað og var gleymt áður enn það komst út um hitt. En á 44 mínútu og 59 sekúndum betur setti gulldrengurinn okkar litli með sitt fagur hrokkna brúna hár mark eftir stungu sendingu frá hinum öfluga leikmanni égmanekkihverjum(við verðum að fá einhvern á bekknum til að rita svonalagað niður). Jæja sekúndu síðar var flautað til leikhlés, ágætis tími fyrir mark og gott að fara í hálfleik með það í nærbuxunum. Í seinni hálfleik misstum við örlítið niður spilið, eins og áður þegar líða fer að jólum og einkenndist leikurinn á köflum af "one pass will do it all" kerfinu en þó með ágætis spili inn á milli sem er framför frá því í Ægis leiknum. Við áttum að sjálfsögðu leikinn en hefðum getað gert betur með smá þolinmæði. Það var síðan Bjössi (ekki lengur thunder) striker sem að setti boltan í netið eftir að skot frá Sigga var varið að mig minnir. Allavega áttum að skora fleiri mörk. Bogi á mjólkurbílnum keyrði svo á einn Drangsmann í teignum seint í leiknum sem varð til þess að þeir fengu víti og vitir menn!!! Hlynur kárahnjúkatröll varði ekki og það sem kom síst á óvart var að hann fór í vitlaust horn;) Við héldum Þó þrem stigum og erum sáttir við það og höldum svo áfram að vinna það er miklu skemmtilegra, ég skil bara ekki afhverju við voru ekki löngu byrjaðir á því.

Hasta la victoria siempre
Ásgeir Bo