Sögulegt lágmark
Í gær voru tíu spilandi menn á æfingu og er það sögulegt lágmark hjá Knattspyrnufélaginu Hamar Fc. Æfingin var þó góð og skemmtileg þar sem að helstu skemmtikraftar liðsins voru mættir. Nú er ein æfing eftir fyrir næsta leik og leyfi ég mér að fullyrða að það verði fleiri á þeirri æfingu en í gær þar sem að það er jú vinsælasta æfingin, þ.e. síðasta æfing fyrir leik. Með sex tapleiki í röð á bakinu held ég að menn ættu að fara að rífa sig upp á rasgatinu og fara að gera þetta af viti ef að við ætlum okkur að ná í einhver stig í sumar. Í fyrra náðum við í 13 stig og erum við tíu stigum frá þeirri tölu ennþá, en átján stig ennþá í pottinum og við getum vel náð í þau öll. Það er allavega ekki seinna vænna að fara að setja í rally gírinnn, það er allavega nauðsynlegt að mæta á æfingar.
Hasta la victoria siempre
Ásgeir Bo
þriðjudagur, júlí 6
Nýlegar fréttir
- Jæja Jæja... Til að byrja með er nú gaman að sjá...
- Leikur Meistaraflokks á móti 3 flokki ég sá aðei...
- Hver var bestur á móti Bí á Ísafirði? [11 votes to...
- Allir einstæði karlmenn... komið á völlinn, vegna ...
- Hver var bestur á móti BÍ í Hveró ? Hlynur Káraso...
- Æfing í kvöld og leikur á morgun ! Það er æfing í...
- Ferðin VESTUR :) Jæja strákar... þá er komið að þ...
- Ferðin Vestur Mér þykir það mikill harmur að ti...
- Hamar vs B.Í. Við lutum í gras á móti B.Í. í fyrs...
- Hver var bestur á móti Ægi í vísa-bikarnum? [25 vo...