Loksins, Loksins, SIGUR c",)
Það hlaut að fara að koma að því... við vorum búnir að tapa 6 leikjum í röð en nú er þeirri taphrinu lokið.
Við náðum loksins að vinna leik og var það á móti Ægi sem lagði DRANG 5-3 í síðasta leik.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Markmaður:
Hlynur Kárason
Varnarmenn:
Finnbogi Vikar Kolbeinsson
Jónas Guðnason (f)
Sigurður Einar Guðjónsson
Björn Ásgeir Björgvinsson (1)
Magnús Halldórsson
Miðjumenn:
Hannes Bjartmar Jónsson
Rafn Haraldur Rafnsson
Heimir Logi Guðbjörnsson
Björn Björnsson
Sóknarmenn:
Sigurður Gísli Guðjónsson (2)
Varamenn:
Karl Valur Guðmundsson
Hafþór Vilberg Björnsson
Guðjón Bjarni Hálfdánarson
Guðmundur Jónsson (1)
Benjamín Dúfa
Gangur Leiksins:
Til að byrja með voru ægismenn betri... þeir voru aðeins betri fyrstu 10. mínútur leiksins en eftir það fóru Hamarsmenn að taka öll völd á vellinum, boltinn gekk manna á milli og við náðum að færa boltann ágætlega frá hægri til vinstri. Finnbogi Vikar átti nokkrar stórhættulega sendingar upp kanntinn þar sem bæði kanntmaður og sóknarmenn voru mættir.
Og uppskar það hornspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Björn Björnsson tók hornspyrnuna og eftir mikið klafs í teignum datt boltinn dauður fyrir fætir BJÖRNS ÁSGEIRS BJÖRGVINSSONAR sem afgreiddi tuðruna í netið eins og hann hafði aldrei gert annað. Stuttu eftir þetta var löng sending frá vörn Ægismann yfir á vinstri kanntinn þar sem Guðni Jun lúrði og var hann kominn einn í gegn og var kominn inn í teig þar sem Jónas Guðnason (vídas) tók hann niður og átti DÓMARINN að dæma vítaspyrnu en gerði ekki.
Eftir þetta fór allt púður úr leik Ægismann og einbeittu þeir sér meira að því að tuða en að spila fótbolta, eða svo fannst mér vegna þess að botninn datt úr leik þeirra. En staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Hamar.
Seinni hálfleikur byrjaði heldur fjörlega.... Björn Björnsson var með boltann á hraðri ferð upp völlinn og sá þar Sigurð Gísla Guðjónsson og stakk honum innfyrir á hann og var það Hamarsmönnum til mikils happs að OTRI SMÁRASON gleymdi að stíga út með vörninni og Gulldrengurinn var því einn á auðum sjó og gerði engin mistök lagði boltann í hornið hægramegin niðri... eftir þetta sóttu Hamarsmenn án afláts og enn og aftur slapp Gulldrengurinn Sigurður Gísli Guðjónsson inn fyrir vörnina og ætlaði að vippa boltanum yfir Jónsa en það tókst ekki en hann hirti frákastið og lagði boltann í opið markið c",) vel gert hjá Sigga.
Og eftir þetta þá héldu Hamarsmenn áfram að sækja og uppskáru síðan fjórða markið... og var það Heimir Logi sem átti góða sendingu innfyrir á Guðmund Jónsson (Kjörís strákinn) sem tók hann á sig og dróg hann fallega framhjá Jónsa í marki Ægis og lagði hann í stöngina inn á fær... Fallegasta afgreiðsla leiksins hjá einu magnaðasta leikmanni Hamars á öllum sviðum c",)
Þegar staðan var orðin 4-0 þá fóru Hamarsmenn að slaka á og Ægismenn gengu á lagið og uppskáru vítaspyrnu eftir að Heimir Logi braut á Guðna Jun og úr vítinu skoraði Magnús Joachim Guðmundsson örugglega, sendi Hlyn Kárason í vitlaust horn, kemur ekki á óvart að Hlynur fari í Rangt horn í vítaspyrnu :) hehehe....
En þetta urðu lokatölur leiksins þrátt fyrir mörg góð færi.. t.d. átti Karl Valur skot í slánna og einni fór boltinn í slánna á Hamarsmarkinu.
En góð 3 stig til Hamars, og vonandi náum við að taka fleiri stig í botnbaráttunni og halda Ægi fyrir neðan okkur.
Kv. Gaui B.H
þriðjudagur, júlí 13
Nýlegar fréttir
- Hver var bestur á móti ÍH? [21 votes total] Hly...
- Getraun vikunar :) Hérna er mynd úr leik BÍ og Ha...
- Sögulegt lágmark Í gær voru tíu spilandi menn á æ...
- Jæja Jæja... Til að byrja með er nú gaman að sjá...
- Leikur Meistaraflokks á móti 3 flokki ég sá aðei...
- Hver var bestur á móti Bí á Ísafirði? [11 votes to...
- Allir einstæði karlmenn... komið á völlinn, vegna ...
- Hver var bestur á móti BÍ í Hveró ? Hlynur Káraso...
- Æfing í kvöld og leikur á morgun ! Það er æfing í...
- Ferðin VESTUR :) Jæja strákar... þá er komið að þ...