fimmtudagur, júní 17

Ferðin VESTUR :)

Jæja strákar... þá er komið að því ! Á morgun er lagt af stað VESTUR og ætlum við að reyna að ná okkur í 6 stig og sættum okkur aldrei við minna en 4 úr þessari ferð. Við byrjum á því að mæta BÍ á föstudeginum og síðan BOLUNGARVÍK á laugardeginum.
Reynum að koma okkur í gírinn fyrir þessar ferð og komum hausnum í lag :o)

Það sem þarf að taka með sér:

1. Allt sem þarf að nota þegar við erum að keppa. (takkaskó, legghlífar o.fl.)
2. Svefnpoka (sæng) og kodda.
3. Föt til að djamma og vera í hversdagslega.
4. Góða skapið !!!!

Það verður lagt af stað frá ÍÞRÓTTAHÚSINU kl 09:00 á föstudaginn. Lagt af stað frá því Ísafirði á sunnudaginn kl 11:00-12:00.

Annað held ég ekki að við þurfum að vita og vonandi stoppar hjá mér síminn fram að brottför eftir þessar upplýsingar c".)

kv. Gaui B.H