1. Deildarleikur!
Næsti leikur okkar er við Ægismenn á sunnudag eða mánudag og er það fyrsti leikur okkar í deildarkeppninni. Leikurinn verður háður í sandkassanum í Þorlákshöfn innan um kríur og annan óbjóð og kemur ekki til mála að ég taki eitt einasta skot í upphitun, ja ekki nema að það verði einhverjir boltastrákar til að hlaupa á eftir tuðrunni. Leikurinn átti uprunalega að vera heimaleikur okkar en var færður vegna slæmra vallarskilyrða á Grýluvelli. Þessi leikur er einstaklega mikilvægur fyrir bæði lið og má búast við miklum nágrannaslag. Þetta er leikur sem að við verðum að vinna og því skulum við mæta ögn(meira, miklu meira) grimmari í þann leik en raunin var í síðasta leik. Sigur, sigur og ekkert annað en sigur kemur til greina.
Hasta La Victoria Siempre
Ásgeir Bo
miðvikudagur, maí 19
Nýlegar fréttir
- Shitturinn Titturinn! Já það er ekki hægt að segj...
- Sigurður Gísli tekinn fyrir svindl ! Þannig er má...
- Ég vil eindregið minna alla þá sem tippa að muna G...
- Þá er komið að því !!!! Fyrsti mikilvægi leikurin...
- Afsökunarbeiðni !!! Fyrir hönd leikmanna Hamars v...
- Þetta eru þeir sem eru búnir að taka þátt í fjáröf...
- Æfinga og leikjaplan meistaraflokks sumarið 2004 (...
- Þjappan 14. maí :) Ég verð nú að byrja á því að þ...
- Ódýr mörk!!! Já það má segja að þessi þrjú hræðil...
- Kökubasar á LAUGARDAGINN 15. maí ! Jæja... þá er ...