Ódýr mörk!!!
Já það má segja að þessi þrjú hræðilega ódýru mörk sem að við fengum á okkur á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik hafi gert útaf við þetta hjá okkur. Að mínu mati vorum við miklu betri allan leikinn og vorum í heildina miklu meira með boltan. Mörkin voru, ja vægast sagt mjög ódýr eins þegar boltinn fór hreinlega í gegn um löppina á mér:/,,;) En við áttum góða spretti og sýndum hvers megnugir við erum þega Bössi "Thunder Sriker" komst í gegn setti boltan fyrir sig og skoraði gullfallegt mark með frábærri hárgreiðslu. Gaui fór svo útaf eftir að hafa lent í brutal tæklingu á miðjunni en þá kom litli Selfyssingurinn okkar inná í sóknina og Hreimur fór á miðjuna. Það var ekki að spyrja að því hann byrjaði strax að skapa glundroða í vörn Skallanna. Þegar hann hafði komist einu sinni í gegn og gerði sig líklegan til að lítillækka stórvarnarjaxlinn og einhvern besta miðvörð Íslenska landliðsins til margra ára aftur gerði Ólafur Adolfs sig sekan um tæklingu sem honum var vísað útaf fyrir. Þessi tækling varð til þess að Selfyssingurinn skríkti eins og stelpa og lenti á nebbanum, en segja má að hann hafi sýnt landsliðsmanninum hvar Siggi keypti ölið sitt. Hreimur Örn tók aukaspyrnuna og smellti tuðrunni af öryggi í netið. í seinni hálfleik gerðum við okkar atlögur að marki Skallana en allt kom fyrir ekki rassgat og við náðum ekki að skora þrátt fyrir margar sóknir og ítrekaðar tilraunir. En í heildina ágætur leikur að okkar hálfu og lofar ágætu fyrir næsta leik sem er fyrsti álvöru leikur okkar.
Hasta La Victoria Siempre
Ásgeir Bo
fimmtudagur, maí 13
Nýlegar fréttir
- Kökubasar á LAUGARDAGINN 15. maí ! Jæja... þá er ...
- Bo... klikkar ekki á því ! Þetta eru engar smá br...
- Smávægilegar breytingar Ég er búin að gera smá br...
- Verðlistinn yfir AUGLÝSINGARNAR
- Minna á fundinn í dag eftir æfingu ! Núna er komi...
- Hamar vs Árborg, Finnbogi (saga) & stebbi gripinn ...
- Nýir æfingatímar Einsi coach hefur sett á nýja æf...
- Árborg-Hamar Leikurinn Milli Árborg og Hamars í H...
- Fjáröflun... kökubasar :) Núna er komið að fjáröf...
- Söfnun auglýsinga fyrir bækling Hamars Ég (Guðjón...