3. stig í höfn :)
Við komum sáum og sigruðum :o)
Þetta var helvíti ljúfur dagur í gær þegar við félagarnir lögðum á stað niður í höfn til að fara að mæta hinu sterka liðið Ægismanna.
Við hittumst fyrir leikinn upp í íþróttahúsi þar sem við (þeir sem mættu upp í íþróttahús) fengum töskurnar okkar nýju, sem KJÖRÍS sponseraði fyrir okkur. Flottar töskur og eiga eftir að setja mikinn svip á liðið hvert sem við förum, núna bíðum við bara eftir utanyfirgöllunum.
En á leiðinni í höfnina var mikið spjallað og rætt um heima og geyma, helst aðalega um krimmana þá Baugsmenn. En Elli Óskars fræddi mig t.d. um það að MJÓLKURLÍTER er 12 kr ódýrari í Bónus en í Þín verslun.. og munar þar um minna.
En þegar inn í búningsklefan var komið sagði Einsi okkur hverjir væru í byrjunarliðinu og fór yfir hverjir ættu að gera hvað og fleira.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Markmaður:
Sigurður Einar Guðjónsson
Varnarmenn:
Magnús Halldórsson
Björn Ásgeir Björgvinsson
Stefán Helgi Einarsson
Jónas Guðnason
Miðjumenn:
Eymar Plédel Jónsson
Rafn Haraldur Rafnsson
Guðjón Bjarni Hálfdánarson (f)
Elías "bónus" Óskarsson
Framherjar:
Björn Björnsson (1 mark)
Sigurður Gísli Guðjónsson (2 mörk)
Innáskiptingar: Útaf - Magnús Halldórsson.. Inná - Björn Aron Magnússon (70 min)
Útaf - Elías Óskarsson... inná - Hannes Bjartmar Jónsson (78 min)
Útaf - Björn Björnsson.. Inná - Karl Valur Guðmundsson (80 min)
Þegar út á völlinn var komið 20. mín fyrir leik tók við þessi svakalega upphitun sem var stjórnað af Gedane. Og endaði hún með frægum slagara... sem er eitthvað á þessa leið: jeri, jeri, jeri jeeee! jori, jori, jori jooo! o.s.frv.
Eftir þetta voru allir tilbúnir í slaginn !
Leikurinn sjálfur:
Fyrri hálfleikur...
Hann byjaði nú frekar rólega, en Ægismenn voru kannski frekar ákveðnari fyrstu 5-10 min, en síðan tókum við öll völd á vellinum. Og vorum að skapa okkur ágætis færi... boltinn var samt ekki að ganga vel á milli okkar en þó ágætlega á köflum. En á 25. min kom svo fyrsta markið. Var það eftir fallega hornspyrnu frá Gaui, og Beggi fór út í boltann en fékk hann yfir sig og Maggi Halldórs kom beið á markteigshorninu og sparkaði honum aftur fyrir þar sem Björn Björnsson beið eins og hrægammur og vann skallaboltann í teignum og setti hann fallega í fær hornið, óverjandi fyrir Begga.
Eftir þetta héldu Hamarsmenn áfram að sækja og voru þeir að taka KRÍURNAR frá Þorlákshöfn í kennslustund, hvert markskotið af fætur öðru og endalausar hornspyrnur.
Seinni hálfleikur....
Þá snérist dæmið akkurat við, Ægismenn voru að sækja og sækja og lá mikið á Hamarsvörninni sem átti annars mjög góðan leik með JÓNAS GUÐNASON þar fremstan í broddi fylkingar, og er hægt að segja um hans leik að sá maður sem lenti í honum sá aldrei til sólar en hann heitir ÁRSÆLL JÓNSSON. Hamarsmenn beittu þeirri taktík að detta neðar á völlinn til að minnka svæðið á milli varnar og markmanns, þannig að stungusendingar ÆGISMANNA á Ársæl gengu ekki upp.
Annað mark Hamarsmann kom á 55 min, og kom það upp úr skyndisókna, þar sem Jónas vann boltann sendi á Rafn og Rafn sendi á Björn Björnsson sem kom boltanum fyrir markið og þar mætti enginn annar en GULLDRENGURINN Sigurður Gísli Guðjónsson og lagði hann fallega í markið.
Eftir þetta komu Ægismenn framar og létu skotum rigna yfir Hamarsmenn, og tók Sigurður Einar Guðjónsson einn all svakalega bolta sem var að fara beint upp í skeitarnar eftir gott skot frá MJ, en svo á 70 min náðum við skyndsókn, JÓNAS GUÐNASON nelgdi þá boltanum fram á við og afturfyrir vörn ÆGIS-manna og þar kom GULLDRENGURINN Sigurður Gísli Guðjónsson askvaðandi og var á undan Begga í boltann og vippaði fallega yfir hann... þannig má segja Siggi "the chipper" sé mættur aftur.
Síðasta markverða sem gerðist í þessum leik var vítaspyrna sem Ægismenn fengu, eftir að JÓNAS GUÐNASON braut á LÁRUSI Jónssyni. Lárus framkvæmdi spyrnuna sjálfur en setti hana hárfinn yfir skeitarnar ! Sem betur fer fyrir Hamarsmenn, þar sem þetta gerðist á 75 min. En annars var Lárus besti leikmaður Ægis að mínumati :o)
Lokatölur leiksins... 0-3 fyrir Hamri, sem táknar 3. stig fyrir okkur :o)
Kv. Guðjón B.H
þriðjudagur, maí 25
Nýlegar fréttir
- Stefán Helgi Einarsson kosinn bestur á móti FC Fam...
- Þá er það fyrsti deildarleikurinn ! Þessi deildar...
- Munum að rífa dúkinn af á morgun eftir dómaraprófi...
- Hver var bestur á móti SKALLAGRÍM? Hver var bestu...
- Þannig fór um sjóferð þá :( Það er alveg greinile...
- 1. Deildarleikur! Næsti leikur okkar er við Ægism...
- Shitturinn Titturinn! Já það er ekki hægt að segj...
- Sigurður Gísli tekinn fyrir svindl ! Þannig er má...
- Ég vil eindregið minna alla þá sem tippa að muna G...
- Þá er komið að því !!!! Fyrsti mikilvægi leikurin...