miðvikudagur, maí 19

Þannig fór um sjóferð þá :(

Það er alveg greinilegt að VÍSA-BIKARkeppni karla er ekki rétta mótið fyrir m.fl. Hamars þar sem við höfum ekki komist í aðra umferð frá því við byrjuðum aftur eftir hlé með m.fl. í knattspyrnu.
En vonandi í komandi framtíð náum við að snú því við og gera þessa keppni að okkar og koma með BIKARINN heim eftir að hafa lagt KR i úrslitum c",) að vinna KR er nebbla eini möguleikinn þar sem þeir eru alveg skelfilega slakir !

Leikurinn á móti FC FAME, var í sjálfum sér ekki upp á marga fiska, það var rosalegur vorbragur á þessum leik, svona eins og menn hefðu aldrei spilað á 11 mann velli.. það voru allir með víðáttubrjálæði og allir voru að berjast eins og víkingar á víkingaöld um hverja einustu ölkrús.
Það mætti líkja okkur við 11 víkinga sem værum að berjast um ARNARHÓL, þar sem hver og einn hugsar um sjálfan sig. Það er nebbla þannig að við erum allir góðir leikmenn sem einstaklingar, en sem LIÐ (ein heild) þar erum við ekki sérlega sterkir.
Ef fótbolti væri þannig að leikurinn væri í 110 minútur og það væri alltaf bara 1 á móti 1 í 10 min í senn og síðan skipt um menn, þá yrðum við ÍSLANDSMEISTARAR, vegna þess að þar erum við mjög sterkir. En því miður fyrir okkur er fótboltinn bara ekki þannig.
Við þurfum að átta okkur á því að til þess að ná ÁRANGRI sem einstaklingur þarf að ná árangri sem lið. Það er ekki talað um að ákveðnir einstaklingar í LÉLEGU liði séu góðir. En aftur á móti er talað um hvaða EINSTAKLINGAR skara framúr í góðu liði.Þannig það sem við þurfum að fara einbeita okkur að er að fara að VINNA SAMAN SEM LIÐ og síðan hugsa um það að koma sjálfum okkur á framfærir.
Maður er ekki bestur þótt maður eigi úrslita sendinga, eða skori mörkin eða verji dauðafærði... Ef maður berst allan tíman, er skinsamur, ákveðinn, einbeittur og hugsar um hag heildarinnar í stað einstaklingsins þá er maður góður leikmaður. Eins og sést besta á PATRICK VIEIRA, hann skoraði 2 mörk í deildinni í ár og átti 2 stoðsendingar en hann var samt 3 í kjörinu yfir besta fótboltamann Englands.
Svo til að enda þetta þá er hægt að vitna í orð AL PACINO í myndinni ANY GIVEN SUNDAY. "we can either die as INDIVIDUALS or LIFE as a TEAM, so it's ours to choose, what do we want?"
Þetta er bara TILFINNING sem ég fékk og ég ætla rétt að vona að hún sé röng !!!! vonandi náum við að rífa okkur upp úr þessari lægð sem við erum í og VINNA SAMAN SEM EIN HEILD og leggja ÆGISMENN að velli.

Kv. Guðjón B. Hálfdánarson!