föstudagur, maí 28

Drangur vs Hamar ;(

Ja, eins helvíti skítt og það nú er þá töpuðum við okkar fyrsta leik í deildinni og það var á móti Drang.

Fyrri Hálfleikur....
Við vorum alveg skelfilegir í byrjun og eftir 10 mín var staðan orðin 2-0 fyrir Drang. En þá kom hinn ótrúlegi HULK (jónas Guðnason) til sögu. Hamarsmenn fengu hornspyrnu á 25 min og Rafn Haraldur framkvæmdi hana, boltinn fór fallega fyrir markið lenti í einhverju hnoði þar og svo á endanum og Jónas Guðnason og stangaði hann í netið :) kom okkur aftur inn í leikinn.
Eftir þetta, elfdust Hamarsmenn og komust meira og meira inn í leikinn... Drangur fengu sína færi, m.a. skot í slánna og skalla rétt yfir. En það voru síðan Hamarsmenn sem nýttu síðasta færið sitt í fyrrihálfleik og var það GULLDRENGURINN Sigurður Gísli Guðjónsson sem gerði það. Það kom fallegur bolti frá bakverðinum Birni Aroni upp allan völlinn þar sem Siggi tók bakvörð Drangsmann á og rendi honum framhjá markmanni Drangs.

Seinni Hálfleikur...
Hann fór bara rólega á stað, jafnræði var á með liðunum og gerðist ekki neitt markverk í byrjun. En síðan á 60 min kom skyndisókn hjá Hamri og þeir Sigurður og Björn Björnsson unnu vel saman sem endaði þannig að Björn Björnsson (the red Thunderstriker) skoraði jöfnunarmark Hamarsmann, og eftir þetta var mikil barátta og Hamarsmenn voru ýfið sterkari. Og fengum við 3. dauðafæri til að komast yfir í þessum leik, Elías Óskarsson með 2 og Eymar Plédel 1. En því miður gekk það ekki eftir.
Drangsmenn fengu víti í stöðunni 3-3 sem hinn stóri framherji þeirra Mosi fiskaði, með því að halda í Stefán Helga og láta sig falla. Leit út eins og Stebbi væri að draga hann niður. En Sigurður Einar Guðjónsson gerði sér lítið fyrir og varði vítið :) gott Einsi.
Síðan á 79 mín skoruðu Drangsmenn eftir skelfileg varnarmistök. En þrátt fyrir þetta gáfumst við ekki upp og reyndum eins og við gátum að ná aftur jafntefli en ekki varð svo þrátt fyrir mjög gott færi hjá Hreimi Erni á lokamínútunni. Eftir gullfallega sendingu frá Guðjóni Bjarna.

Byrjunarliðið var þannig skipað:

Markmaður:
Sigurður Einar Guðjónsson
Varnarmenn:
Jónas Guðnason (1)
Björn Aron Magnússon
Stefán Helgi Einarsson
Björn Ásgeir Björnsson
Miðjumenn:
Elías Óskarsson
Rafn Haraldur Rafnsson
Guðjón Bjarni Hálfdánarson (f)
Eymar Plédel Jónsson
Framherjar:
Björn Björnsson (1)
Sigurður Gísli Guðjónsson (1)
Varamenn:
Hannes Bjartmar Jónsson
Karl Valur Guðmundsson
Hafþór Örn Stefánsson
Hafþór Vilberg ?
Lokatölur leiksins Drangur 4 - Hamar 3

Kv. Guðjón B. H