miðvikudagur, maí 26

Kærumálið farið á fullt !

Það er nú bara ekkert annað... hið ótrúlega og óútreiknanlega lið Hamars er bara byrjað að fá umfjöllun í OLÍS SPORTI og það meira að segja þótt við höfum tapað c",) Hvernig verður það þegar við förum að vinna á fullu ?
En ég var bara slakur með HANNESI, BJÖSSA og KÁRA hérna heima að fagna sigri PORTO í meistadeildinni þegar OLÍSSPORTIÐ skellur á og vitið menn, það var bara fjallað um HAMAR í svoan 10% af þættinum !
En það sem umfjöllunin snérist um var það að við KÆRÐUM leikinn á móti FC FAME a.k.a. UMFH, vegna þess að þeir voru að nota ólöglegan leikmann í leiknum. En hinsvega var síðasti skráði leikur hans með STJÖRNUNNI og það árið 1996 eða fyrir 8 árum :/ en því miður ÓLÖGLEGUR LEIKMAÐUR er ÓLÖGLEGUR LEIKMAÐUR og þetta táknar bara aðeins eitt.. VIÐ FÁUM AUKALEIK c",)
Bikarkeppnin hefur aldrei verið okkar sterkasta hlið en vonandi náum við að rífa okkur upp núna og taka ÆGISMENN og tryggja okkur í 32 liða úrslitin.
En það sem er grátlegast við þessa kæru er það að maðurinn sem STOFNAÐI FC FAME a.k.a. UMFH er sá sem var ólöglegi leikmaðurinn! þannig að það er kannski rétt fyrir þá sem eru að stofna liðin að koma sér í þau SJÁLFIR :o) hehehe.....

En Ég og Rafn sögðum þetta um umfjöllun OLÍSSPORTS: ,,betri er slæm umfjöllun en engin umfjöllun"

Og svo vill ég líka benda á eitt... eins og stendur á síðunni hjá FC FAME, þá vilja þeir meina að það sé þvílík skömm fyrir okkur að tapa fyrir þeim... ég vill nú ekki meina að svo sé þar sem þeir eru með mjög vel spilandi lið og eru alls ekki slakari en við... Og það er enginn skömm að tapa fyrir liði sem er af svipuðum styrkleika og við sjálfir c",) en ef þeir eru með svona lítið sjálfstraust, þá skal ég alveg segja að þetta var SKÖMM bara fyrir OKKUR :o)

Kv. Gaui B.H