mánudagur, júlí 26

Hamar vs Bolungarvík
 
Þann 25. júlí komu Bolvíkingar í heimsókn á Grýluvöll og kepptu var við Hamarsmenn.. Hamarsmenn voru búnir að vera á miklu rönni upp á síðkasti þar sem þeir lögðu Ægi og Drang í leikjunum á undan, en því miður náðu Bolvíkingar að klóra í annað stigið í þessum leik :(

Byrjunarliði í þessum leik:

Markmaður:
Hlynur Kárason
Varnarmenn:
Sigurður Einar Guðjónsson
Magnús Halldórsson
Jónas Guðnason
Björn Ásgeir Björgvinsson
Finnbogi Vikar Kolbeinsson (1)
Miðjumenn:
Guðjón Bjarni Hálfdánarson (1)
Rafn Haraldur Rafnsson
Heimir Logi Guðbjörnsson
Björn Björnsson
Sóknarmaður:
Siguður Gísli Guðjónsson

Varamenn:
Hannes Bjartmar Jónsson (ca. 70 min)
Karl Valur Guðmundsson
Björn Aron Magnússon (ca. 80 min)
Hafþór Vilberg Björnsson
Guðmundur Jónsson (ca. 85 min)

Gangur leiksins:
Leikurinn fór þannig að stað að Bolvíkingar áttur fyrstu sóknina í leiknum sem skapaði einhver ussla... en strax á 5 mínútu leiksins kom glæsileg sókn hjá Hamarsmönnum, Finnbogi Vikar sendi boltann upp í hornið þar sem Björn Björnsson náði honum og hljóp af sér varnarmann og þegar hann var kominn upp að endalínu þá lagði hann boltann út í teiginn þar sem Gulldrengurinn (ný klippti) kom askvaðandi og hafði ALLT markið útaf fyrir sig en skaut beint í markmanninn :( og er þetta í fyrsta skipti sem ég sé Gulldrenginn klúðra svona færi og held ég einnig að þetta sé í  það síðasta.
En eftir þetta tóku Bolvíkingar öll völd á vellinum... þeir voru að pressa varnamennina okkur upp með fljótur framherjum og það gekk erfiðlega að koma boltanum á miðjuna og kannski er þar um að kenna að miðjumennirnir voru ekki að bjóða sig nóg (veit ekki).
En svo gerðist það eftir ca. 20 min þá fengu Bolvíkingarnir aukaspyrnu Hægrameginn við vítateginn boltinn var sendur fyrir markið þar sem við skölluðum frá... en ekki nógu langt því hann kom aftur inn í teigin og þá var einn leikmaður sem var ALEINN og setti boltann í nær hornið.. en ég ætla að gerast svo djarfur og kenna TEIGNUM um þar sem Hlynur Kárason reyndir að kasta sér á eftir boltanum en náði engri spyrnu og því fór sem fór (að mínu mati). 
Eftir þetta vöknuðu Hamarsmenn af værum blundi og fór að gera eitthvað að vita... sem skilaði sér þannig að það kom löng sending upp völlinn og þar var Gulldrengurinn fljótastur og var kominn inn í teig þegar fyrirliði Bolvíkinga braut gróflega á honum og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu, á punktinn mætti enginn annar en Guðjón B. Hálfdánarson hann stillti boltanum upp á slitnum VÍTAPUNKTINUM  og setti boltann síða örugglega í hornið vinstameginn markmaðurinn átti aldrei séns... staðan 1-1 í hálfleik !
Seinni hálfleikur byjaði fjörlega... Hamarsmenn sóttu upp hægri kantinn eins og í 80% tilvika í þessum leik og brotið var á Birni Björnssyni, Guðjón B. H kom á vetvang til að framkvæma spyrnuna og setti boltann fastann inn á nærsvæðið þar sem Finnbogi Vikar Guðmundsson kom askvaðandi og setti boltann efst upp í hornið hægrameginn :) Eftir þetta var jafnræði með liðunum en svo kom skelfileg ákvörðun hjá Dómaranum þegar hann rak fyrirliða HAMARS Jónas Guðnason útaf eftir ca. 60. min leik og gerði það að verkum að Bolvíkingarnir komust aftur inn í leikinn... og voru þeir mun sterkari það sem eftir lifði leiks og náðu meðal annars að skora mark eftir að framherji þeirra náði að plata varnamann okkar og læða sér bakvið hann og fékk háasendingu yfir vörnina og setti boltann örugglega framhjá KÁRAHNJÚKATRÖLLINU :(
Eftir þetta voru engin almennileg færi í leiknum og því í raun sanngjörn úrslit 2-2 þrátt fyrir að Hamarsmenn hefðu viljað fá meira !

Þegar á heldina er litið þá var þetta ágætisleikur en boltinn hefði mátt dreifast meira innan liðsins og þannig skapa meiri ussla heldur en að vera alltaf með hann á sama staðnum... en núna vantar okkur aðeins 3. stig til að jafna gamla stigametið okkar og það eru 6. stig eftir í pottinum þannig að vonandi náum við í þau öll :)

Kv. Gaui B.H