fimmtudagur, mars 16

Leikjaplanið

Nú eru 15 dagar í að flautað verði til leiks í deildarbikarnum. Við munum spila fimm leiki á mánaðartímabili, þann 31. mars eigum við fyrsta leik gegn Bolungarvík og munum svo spila um það bil einn leik í viku eftir það gegn KV, Skallagrím, BÍ og Snerti. 58 dagar eru í Visa-Bikarinn þar sem við munum mæta Drang á útivelli í fyrstu umferð.

Eftir 68 daga byrjar svo Íslandsmótið sjálft. Við byrjum á ferðalagi til Afríku þann 23. maí en fáum svo KFS í heimsókn 29 maí. Útlit er fyrir að við munum ferðast til Eyja um miðjan júlí mánuð en það getur þó breyst. Lokaleikur sumarsins verður nágrannaslagur á Grýluvelli gegn Ægismönnum og má búast við hörðum slag þar sem fyrr. Við eigum 20 leiki á tímabilinu í mótum en þeim mun fjölga í samræmi við gengi okkar í vísa bikarnum og deildinni. Hérna eru drög að öllum leikjum tímabilsins.


Kveðja...
Björn Búlgaríufari