Hamar vs Ægir
Þriðjudag kl. 20:00
Eins og flestir vita þá unnum við kærumálið mikla gegn U.M.F.H. og komumst því áfram í 32 liða úrslit í Visa-bikarnum. Við erum að sjálfsögðu ekki stoltir af því að komast áfram á kæru en reglur eru reglur og fyrst að við þurfum að standa við okkar hluta þá verður að vera hægt að treysta á að hin liðin þurfi þess líka. Við mætum Ægismönnum í Hveragerði nú á þriðjudaginn 1. júni og verður leikurinn háður á vellinum hjá ullarþvottastöðinni en ekki á Grýluvelli vegna slæmra vallarskylirða. Leikurinn hefst kl 20:00 og má búast við hörku nágrannaslag. Ægismenn hafa tapað fyrstu tvem leikjum sínum í deildinni og því má búast við að þeir komi brjálæðislega þyrstir í sigur. Þegar þessi lið mætast er yfirleitt spilað frekar fast og til dæmis má nefna að í síðasta leik lyfti dómarinn níu sinnum gula spjaldinu og dæmdi eina vítaspyrnu þannig að búast má við hörku leik. Við höfum fengið Halldóru Rut(næstum því fegurstu konu landsins) til að ganga um svæðið og bjóða áhorfendum uppá kaffi fyrir litlar hundrað krónur en inní því er frí áfylling. Við hvetjum alla sem vetlingi geta valdið að mæta og styðja okkur og vera okkar tólfti maður. Við höfum alltaf verið þekktir fyrir sterkan heimavöll og er það eingöngu vegna þess stuðnings sem áhorfendur sýna okkur.
Mætum öll og látum í okkur heyra!
Hasta la victoria siempre
Ásgeir Bo
mánudagur, maí 31
Nýlegar fréttir
- "Ooooo hamast!" Þeir sem hafa æft með Hamri nú í ...
- Hamar mætir ÆGI á ÞRIÐJUDAGINN í leik um að komast...
- Drangur vs Hamar ;( Ja, eins helvíti skítt og það...
- Jónas Guðnason bestur á móti Ægi :) Hver var best...
- Kærumálið farið á fullt ! Það er nú bara ekkert a...
- 3. stig í höfn :) Við komum sáum og sigruðum :o) ...
- Stefán Helgi Einarsson kosinn bestur á móti FC Fam...
- Þá er það fyrsti deildarleikurinn ! Þessi deildar...
- Munum að rífa dúkinn af á morgun eftir dómaraprófi...
- Hver var bestur á móti SKALLAGRÍM? Hver var bestu...