laugardagur, maí 29

"Ooooo hamast!"

Þeir sem hafa æft með Hamri nú í vor síðan Einsi tók við þjálfun hafa tekið þátt í þeim sið hans að eftir hverja æfingu hópumst við saman leggjum hendur okkar ofan á hverja aðra og öskrum svo “Hamar”. Þetta er mjög góður siður ,að mörgu leiti, og sínir samstöðu hópsins. Þó er einn galli á þessum sið, það er nefnilega þannig að þegar allir hafa lagt hendur sínar í púkkið þá þarf Einsi að fara tala um eitthvað skemmtilegt, og hann tekur sér sinn tíma í það. Ég veit ekki með hann en mér finnst ekkert svakalega spennandi að standa þétt uppvið karlmenn sem eru búnir að djöflast í tvo tíma og eru því gegnum blautir af svita angandi eins og svín. Það segir sig líka sjálft að þegar tuttugu karlmenn setja allir hendurnar á sama stað þá þurfa þeir að standa svo þétt að maður lendir pottþétt með nefið undir handarkrikanum á einhverjum svitakeppnum. Allavega góður siður þó ræðurnar mættu vera styttri hjá þjálfa undir þessum kringumstæðum. Síðan þegar við förum í leiki þá tökum við þennan svitahring iðulega inní klefa eftir ræðu þjálfarans og svo aftur út á velli eftir hinar margrómuðu upphitanir Kaptein Gedane. En það er svo skrítið að við höfum öskrað “Hamar” í svitahringnum í allt vor eftir hverja einustu æfingu en svo þegar við komum í leik þá förum við, eða flestir, að öskra “Berjast”. Ég hef ávallt byrjað á því að öskra mitt vanalega Hamar en þegar ég er hálfnaður með það og heyri næsta mann öskra berjast þá skipti ég, til að vera ......eins og hinir(ekki hlómsveitin), og enda því á því að öskra Ham.....ast. Fyrri hlutan af því sem við höfum gargað í allt vor og seinni hlutan af því sem flestir öskra einhverra hluta vegna fyrir leiki. Mér þykir mjög aulalegt að öskra “Hamast” eins og bjáni fyrir leiki því væri gott ef að við myndum allir komast að því í sameiningu hvað á að öskra. Ég persónulega væri til í að taka upp gamla góða Bjórvambar ópið “Thule, Tuborg, Carlsberg!” sem mér hefur ávallt fundist flottast en það er kannski ekki viðeigandi í svona alvöru deild. Við ættum kannski bara halda okkur við "Ooooo hamast" æ ég bara veit það ekki.

"Hasta la victoria siempre"
Ásgeir Bo