fimmtudagur, júlí 29

ÍH vs Hamar
 
Byrjunarliðið:
Markmaður:
Hlynur Kárason
Varnarmenn:
Magnús Halldórsson
Björn Ásgeir Björgvinsson
Sigurður Einar Guðjónsson
Finnbogi Vikar Guðmundsson
Hannes Bjartmar Jónsson
Miðjumenn:

Björn Aron Magnússon
Guðjón B. Hálfdánarson (f)
Rafn Haraldur Rafnsson (1)

Guðmundur Jónsson
Sóknarmaður:
Sigurður Gísli Guðjónsson

 
Varamenn:
Karl Valur Guðmundsson (ca. 80)

Þráinn Ómar Jónsson (45 min)
Hafþór Vilberg Björnsson
Björn Björnsson

Eymar Plédel Jónsson (ca. 65)
 
Þannig þróaðist leikurinn:
Leikurinn fór heldur fjörlega af stað... þar sem leikmenn ÍH byrjuðu á að fá fyrsta færið í leiknum :( þetta var eitt af þessu fjölmörgu hálffærum sem þeir fengu í þessum leik. En þessi byrjun var akkurat það sem vörnin okkar þurftir til að vakna af værum blundi eftir fyrstu mín og stigu þeir varla feilspor eftir það :)
En eftir þetta færi þá einkenndist leikurinn af því að leikmenn voru að reyna að spila boltanum en á mikils árangurs... en svo á ca. 20 min fengu Hamarsmenn aukaspyrnu ofalega á hægrikantinum :) Björn Ásgeir Björgvinsson kom askvaðandi og heimtaði að taka spyrnuna, þegar hann var að sveifla fætinum öskraði hann; ,,Rabbi til þín" og vitið menn boltinn datt beint fyrir fæturnar á Rafni Haraldi Rafnsyni sem setti hann örugglega í netið og staðan því 0-1 fyrir Hamri og vakti þetta mikla luku meðal áhorfenda .... Þessar síðustu 25 mín sem eftir voru af hálfleiknum einkenndust af mikilli baráttu meðal beggja liða og lítið marktækt gerðist :( staðan í hálfleik 0-1

Síðari hálfleikur hófst fjörlega og þrátt fyrir að ÍH væri að stjórna leiknum og vera meira með boltan þar sem Hamarsmenn féll aftarlega á völlinn náðu þeir ekki að skapa sér nein teljandi færi og er það að miklu leiti Finnboga Vikari að kenna þar sem hann hélt framherja þeirra Kristófer (eitthvað) niðri í leiknum.. en þó fékk hann eitt færi sem hann skorði úr... FINNBOGI !!!!!!!!!!!!!! c",)
En þar sem ÍH setti allt kapp á sóknina þá gleymdu þeir stundum vörninni og eru við þar með mann sem er kallaður GULLDRENGURINN og hefur hann verið þyngdar sinnar virði í gulli fram að þessu... en í þessum leik fékk hann 1 dauðafæri og 2 ágætisfæri til að klára leikinn en því miður brást honum bogalistin :( en engu að síður vel gert að koma sér í færin :) En þar sem við náðum ekki að nýta þau færi sem við fengum þá þruftum við að bíta í það súra epli eftir mikið klafs inn í teignum að Kristófer náði að pota honum innfyrir línuna hjá okkur :(

Þannig að heilt á litið þá var varnarvinnan mjög góð hjá okkur í þessum leik og verð ég bara að segja að henni er búið að fara mikið fram núna í seinni umferðinni enda erum við að hala inn stigum.... ÍH var meira með boltann og var að láta hann ganga en þegar þeir gerðu atlögu að markinu þá voru BLÁIR búningar alltaf fyrir :) Og án efa voru leikmenn þessa leiks þeir sem voru í hjarta varnarinn og maðurinn sem stóð fyrir aftan þá ... Kárahnjúkatröllið... hann bjargaði þessu stigi með að verja FRÁBÆRT skot frá FINNBOGA VIKARI á lokasekúndum leiksins :)
 
P.s. það var hringt í mig í morgun og eru HAMARSMENN hátiðargestir um verslunarmannahelgina fyrir vestan... þar sem við opnuðum möguleika fyrir BÍ að komast í úrslitakeppnina... og RAFN þú færð allt frítt ... :)
 
kv. Gaui B.H