Framundan
Já það er kominn tími til að fara að virkja síðunna aftur og fara að klára tímabilið. Ekki hef ég haft tíma til þess að skrifa neitt undafarið sem sést best á því að ekki hefur verið skrifað hér síðan fyrir síðasta leik. En það sem er í gangi núna er að ég og Hjörtur erum að skipuleggja félagsfund meistaraflokks Hamars sem verður jafnframt árlegur viðburður héðan í frá. Á þessum fundi verður framtíð félagsing rædd, kosið í stjórnarstöður og fleira. Við erum að afmarka hverja stöðu fyrir sig til að menn viti hvaða skyldur fylgja hverri stöðu. Stöðurnar sem eru í boði eru formaður, framkvæmdarstjóri, féhirðir og skemmtanastjóri. Öllum er velkomið að bjóða sig fram og vonum við að sjálfsögðu að flestir geri það. Í kjölfar fundarins stefnum við svo á að hafa árshátíð þar sem veitt verða verðlaun drukkið mjólk og fleira. Fundurinn verður reyndar haldin á morgun þriðjudaginn 7. sept og það verða allir að mæta á þann fund til að eiga rétt á að mæta á árshátíð:)
Hasta la.....
Ásgeir Bo
mánudagur, september 6
Nýlegar fréttir
- Leikmenn Hér koma til með að vera upplýsingar um ...
- ÍH vs Hamar Byrjunarliðið: Markmaður: Hlynur Kár...
- Sá sem var bestur á móti ÍH var..... Hlynur Káras...
- Smá Tölfræði :) Markaskorarar: 1. Sigurður Gís...
- Hamar vs Bolungarvík Þann 25. júlí komu Bolvík...
- Hamar vs Mosi og menn Drangsmenn komu í heimsókn ...
- Loksins, Loksins, SIGUR c",) Það hlaut að fara að...
- Hver var bestur á móti ÍH? [21 votes total] Hly...
- Getraun vikunar :) Hérna er mynd úr leik BÍ og Ha...
- Sögulegt lágmark Í gær voru tíu spilandi menn á æ...