Árshátið!!!
Á föstudaginn kemur verður ársuppgjör okkar Hamarsmanna haldið með mikilli gleði. Á æfingu á þriðjudaginn fór fram lýðræðiskosning um það hvort fara ætti í ferð sem menn þyrftu að borga smá aur í eða vera á einhverri sóðabúllu í Hveragerði. Niðurstaða kosningarinnar var sú að ferðin vann með yfirburðarkostningu og verður því farið í hana.
Á föstudaginn 24. september er áætlað að hittast í Rauðakrosshúsinu(fyrir ofan H-húsið) í Hveragerði klukkan 17:00 þar sem að ýmsar tilkynningar og skoðannakannanir verða lagðar fyrir mannskapinn. Mönnum er að sjálfsögðu heimilt að hafa með sér drykkjarföng að eigin vali og eru menn jafnfram hvattir til þess. Klukkan 18:00 kemur svo langferðabíll að ná í okkur og fer hann með okkur eitthvert sem engin veit þar sem eitthvað glens og grín verður. Það sem þið fáið að vita er að keyrt verður í austur og endað á stað sem að gefur okkur gott að borða og komið heim fyrir miðnætti. Yfir og undir borðhaldinu verða svo verðlaun veitt fyrir ýmis afrek sumarsins s.s. leikmaður ársins, markahæstur og fleira og fleira.
Það kostar litlar 5500 í þessa ævintýraferð og þarf að greiða það í annari tröppu langferðabílsins áður en stigið er í þá þriðju.
Öllum sem að einhverju leiti hafa komið að starfi Meistaraflokks Hamars er boðið og vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta, því fleiri því skemmtilegra, og hver veit nema þeir eigi inni verðlaunagrip. ATH. þó ég hafi ekki sent sms á alla þýðir það ekki að þeim sem ekki fengu sms sé ekki boðið, ég er ekki með nr hjá öllum:(
Ef þið þurfið að vita meira hringið þá bara í mig og vinsamlegast látið vita hvort þið ætlið með annað hvort með tilkynningu í commentið hér fyrir neðan eða með sms eða hringingu í mig í síma 865-7035.
Athugið! Látið vita sem fyrst hvort sem þið ætlið með eður ei. Síðasta lagi fyrir fréttir Fimmtudaginn 23. sept. *
Hasta la . . . .
Ásgeir Bo
*(Miðað er við fréttatíma RÚV sem að hefst klukkan 19:00)
miðvikudagur, september 22
Nýlegar fréttir
- Hamarsmadur ad gera góda hluti i DK :) Ja... tad ...
- Einsi úti!!! Það er komið á hreint að Sigurður Ei...
- Sumarið 2004 Nú þegar fer að líða að árshátíð er ...
- Æfing á þriðjudagskveld Æfing þriðjudagskvöldið í...
- Nú verdur gaman ad sjá hver TORIR :) Vegna tess a...
- Æfingar Búið er að úthluta æfingartímum í íþrótta...
- Framundan Já það er kominn tími til að fara að vi...
- Leikmenn Hér koma til með að vera upplýsingar um ...
- ÍH vs Hamar Byrjunarliðið: Markmaður: Hlynur Kár...
- Sá sem var bestur á móti ÍH var..... Hlynur Káras...