Einsi úti!!!
Það er komið á hreint að Sigurður Einar Guðjónsson verður ekki þjálfari Hamars næsta sumar. Samningamenn Hamars hafa undanfarna sólahringa reynt, án árangurs, að ná samningum við hin viðkunnalega Sigurð Einar Guðrjónsson. Eftir að hafa setið stanslaust í fjóra sólarhringa í Karphúsinu leystist upp úr viðræðum þar sem menn voru farnir að leggja sig tveir og tveir saman og var þetta farið að líta vægast sagt illa út. Sigurður hefur gert gröfu samning við Kárahnjúkanna og verður þar fram í júní að minnsta kosti. Mikil eftirsjá er í "Einfætta Einsa" eins og hann var oft kallaður í sumar og þótti hann hafa náð einstaklega góðum árangri á stuttum tíma. Einsi verður kvaddur með sorg sem þjálfari en heylsað með kátínu í júní þegar hann kemur sprækur inní sóparann (sweeperinn) þar sem hann spilaði eins og lærður ræstitæknir í sumar, með frábærar hreinsanir og einstakar spyrnur. Samningamenn Hamars eru nú að ná smá svefn en um leið og þeir vakna munu samninga viðræður við annan þjálfara hefjast og eru strax komnir á stjá villtir draumar um arftaka Einsa. Nánar um það þegar samningaviðræður hefjast.
Hasta la . . . .
Ásgeir Bo
þriðjudagur, september 21
Nýlegar fréttir
- Sumarið 2004 Nú þegar fer að líða að árshátíð er ...
- Æfing á þriðjudagskveld Æfing þriðjudagskvöldið í...
- Nú verdur gaman ad sjá hver TORIR :) Vegna tess a...
- Æfingar Búið er að úthluta æfingartímum í íþrótta...
- Framundan Já það er kominn tími til að fara að vi...
- Leikmenn Hér koma til með að vera upplýsingar um ...
- ÍH vs Hamar Byrjunarliðið: Markmaður: Hlynur Kár...
- Sá sem var bestur á móti ÍH var..... Hlynur Káras...
- Smá Tölfræði :) Markaskorarar: 1. Sigurður Gís...
- Hamar vs Bolungarvík Þann 25. júlí komu Bolvík...