föstudagur, september 17

Sumarið 2004

Nú þegar fer að líða að árshátíð er nauðsynlegt að rifja upp afrek sumarsins. Við spiluðum tólf leiki í deildinni og tvo í bikarnum. Bikarleikirnir léku okkur grátt og má segja að það líti út fyrir að það elti okkur sannkallaður bikardraugur.

Við mættum utandeildarliði FC Fame í fyrsta leik tímabilsins, við höfðum átt ágætis upphitunartímabil og vorum með góðan mannskap en eitthver fyrirtíðarspenna var í hópnum og tókst okkur að tapa þeim leik 1-2. Fame-arar klikkuðu þó á smá atriði og telfdu fram ólöglegum manni. Við kærðum það í kjölfarið eins og öll lið hefðu gert. Mikill reiði braust út á meðal Fame-ara og altalað var á netinu að Sigurður Einar Guðjónsson hefði látið manndóm sinn fyrir ákæruna. En áfram fórum við og mættum Ægi í annari umferð. Þar komu óheilladísirnar okkar aftur og þrátt fyrir að hafa unnið þá öruggt þrjú-núll í höfninni vikuna áður gekk sigurinn okkur úr greipum á ögurstundu þegar við misnotuðum vítaspyrnu á 94 mínútu. Í kjölfarið kom svona hálfdown tímabil hjá okkur í deildinni og unnum við ekki leik fyrr en Ægismenn komu í Hveragerði aftur, en þá unnum við 4-1 og skoraði ykkar einlægur fyrsta og mikilvægasta markið;) Þrátt fyrir að við hefðum ekki unnið leik frá því í fyrsta deildarleik var, að okkar mati, ósanngjarnt að við vorum ekki komnir með fleiri stig vegna þess að við áttum yfirleitt meira, allavega ekkert síður, í þeim leikjum sem við höfðum spilað.

Í kjölfar Ægis leiksins hér heima var eins og eitthvað hefði gerst sem færði okkur nær þessari þunnu línu sem aðskildi okkur og mótherjanna og hlutirnir fóru að ganga. Við unnum næsta leik líka á móti Drang og gerðum svo tvö jafntefli þar á meðal við næst efsta liðið Í.H. á útivelli, og vorum við frekar ósáttir við að ná ekki hagstæðari úrslitum þar. Í raun voru þau markmið sem við settum okkur í vor á leikmannafundinum ekki svo fjarstæð, það einfaldlega vantaði herlsu muninn sem að svo loksins kom, en bara allt of seint til þess að raunhæft væri að ná því sem við ætluðum okkur.

Við settum okkur markmið, náðum þeim ekki en það sem við náðum var að við vorum með úrvals hóp í allt sumar, og voru að mæta vel yfir þrjátíu strákar á æfingar hjá okkur (í heildina) og alltaf allavega tuttugu manna kjarni sem mætti vel. Einnig var þéttur stígandi í liðinu allt tímabilið og mikill munur á fyrsta leik og næst síðasta, síðasti telst að sjálfsögðu ekki með;) Einsi var að gera góða hluti og þroskaðist mikið sem þjálfari samhliða því að við þroskuðumst sem lið. Nú leggjum við upp með það að halda áfram þessum stíganda og ná betri árangri næsta sumar. Við byrjum að sjálfsögðu á því um leið og þjálfaramálin eru komin á hreint en þangað til spriklum við létt á nýja rennisleipa parketinu í íþróttahúsinu.

Lokastaða B-riðilsins var svona:

Sæti---Lið-------Leikir-----U---J---T---Mörk---Nettó---Stig

1.-----Reynir S.-----12 -------10--2---0----37 ; 13....+24------32
2.-----Í.H.----------12 --------7---4---1----33 ; 11....+22------25
3.-----B.Í. ----------12 --------7---2---3----28 ; 12...+16------23
4.-----Bolungarvík--12--------4---3---5----30 ; 29...+1-------15
5.----Hamar-----12--------3---2---7----17 ; 31..-14----11
6.----Drangur-----12---------3---1---8----23 ; 38....-15------10
7.----Ægir---------12---------1---0--11----16 ; 50...-34------3



Við fengum að meðaltali á okkur 2.58 mörk í leik og skoruðum að meðaltali 1.42 að meðaltali í leik.

Árangur einstakra leikmanna var eftirfarandi:

Þeir sem skoruðu mörkin:

Sigurður Gísli (A.K.A Gulldrengurinn)............................6 mörk.........12 leikjum
Bjössi red thunder striker.............................................4 mörk ........12 leikjum
Gaui kapteinn.............................................................2 mörk ........12 leikjum
Rafn.........................................................................1 mark ........13 leikjum
Hreimur..................................................................1 mark .........5 leikjum
Finnbogi Vikar.........................................................1 mark..........7 leikjum
Gummi hóki pókíman..............................................1 mark..........7 lekjum
Einsi coach.............................................................1 mark.........12 leikjum
Jónas jaxl...............................................................1 mark.........12 leikjum
Björn Ásgeir............................................................1 mark ........14 leikjum

Spjöldin fengu:

Siggi Gísli (Nota Bene Sóknarmaður!!!)................4 gul..........1 rautt
Jónas Jaxl...........................................................4 gul..........1 rautt
Stebbi reður.......................................................3 gult.........1 rautt
Gaui kapeinn......................................................3 gul
Einsi coach..........................................................3 gul
Rosa Rafn...........................................................2 gul
Finnbogi Vikar...................................................2 gul
Björn Ásgeir.......................................................1 gult
Elías Óskars.......................................................1 gult
Gummi hókí pókíman........................................1 gult
Hafþór Örn........................................................1 gult
Heimir Logi........................................................1 gult
Hlynur................................................................1 gult
Hreimur.............................................................1 gult
Karl Valur..........................................................1 gult
Þráin Ómar........................................................1 gult
Samtals............................................................28 gul.....3 rauð

Flestir leikir:

Björn Ásgeir....... ..............................14 leikir
Rafn..................................................13 leikir
Siggi Gísli A.K.A Gulltitturinn..............12 leikir
Bjössi red thunder striker..................12 leikir
Gaui kapteinn...................................12 leikir
Einsi coach........................................12 leikir
Jónas jaxl..........................................12 leikir
Aðrir..................................................11 eða minna



Hasta la victoria siempre
Ásgeir Bo