Vika í leik!
Vikan frammundan verður annasöm hjá knattspyrnumönnum Hamars og verður dagskrá þeirra tíunduð hér fyrir leikmenn jafnt sem unnendur fagra drengja.
Þriðjudagur:
Í kvöld þriðjudag mun síðasta æfing verða haldin á gervigrasvelli Fylkismanna þar sem við höfum æft myndarlega í vetur af haft gott af. Við vonum svo sannarlega að við getum notið þess að æfa jafn fallega aftur næsta vetur en þangað til...
Miðvikudagur:
Allir fagurleggjaðir, velhærðir, stinnir, "prakkarar", og í raun allir Hamarsmenn eru boðaðir í fjáröflun. Farið verður upp í Nátthaga til Óla og gælt við einhver blóm og ekki lokum fyrir það skotið að pizza verði í boði. Um að gera fyrir sem flesta að mæta í létta og skemmtilega vinnu fyrir málstaðinn hjá helsta styrktaraðila Hamars.
Fimmtudagur:
Stefnt á að halda fyrstu æfingu á alvöru grasi hjá ulló. Það getur þó brugðist og ef svo verður þá verður haldin síðasta æfing á gervigrasbleðlinum í Hveragerði. Krossum fingur...
Föstudagur:
Síðasti æfingaleikur tímabilsins verður háður á Stokkseyri klukkan 19:00. Síðasta tækifæri til að vinna æfingaleik og síðasti séns til að klára upphitunartímabils veðmál. Uppgjör eftir leik...
Laugardagur:
Selma sigrar Evróvision og Hamarsmenn fylgjast alsgáðir með. Enda einungis tveir sólahringar í fyrsta deildarleik.
Sunnudagur:
Fyrsta eða önnur æfing á grasi. Síðasta æfing fyrir mót. Hópurinn valinn... línurnar lagðar.
Mánudagur:
Leikur við Reynir Sandgerði á útivelli. Alvaran byrjar.
Kveðja
Björn Ásgeir
þriðjudagur, maí 17
Nýlegar fréttir
- Nýjar vörur komnar í hús...Frá því í byrjun vetrar...
- Deildarbikar KSÍ á sunnudaginn VS. Hamar - Hvíti R...
- Vormót Árborgar á laugardaginn VS. Laugardaginn 16...
- Leikir helgarinnar VS. & Spilaðir voru tveir leik...
- Klaufaskapur í fyrsta leik VS. Við spiluðum okkar ...
- Fyrsti leikur í deildabikar.Í dag laugardaginn 2. ...
- KannanirÍ ljósi gríðarlegrar pressu, sem sett hefu...
- Vor-Þjappa 2005Á fimmtudaginn kemur verður æfing s...
- Hamar vs Í.R.Leikurinn við 2. deildarlið Í.R. fór ...
- Leikur við Í.R. í kvöldí Egilshöllinni.Í kvöld, mi...