mánudagur, júlí 11

STÓRLEIKUR SUMARSINS


VS.


Fimmtudaginn 14. júlí kl:20:00 hefst leikurinn við nágranna okkar í Árborg.



Síðast er þessi lið áttust við í Hveragerði sendum við "Selfish"ingana heim með skottið á milli lappanna og 2-0 tap á bakinu. Telja má víst að Árborgararnir hafi sett sér það markmið að knésetja okkur á fimmtudaginn og höfum við fengið fregnir af því að þeim muni fylgja heil hersing af stuðningsmönnum og konum.
Nú er þetta allt í okkar höndum, því að með sigri höfum við sætaskipti í
riðlinum og sendum þá í botnsætið.
Mætum trylltir og tilbúnir í slaginn og sendum þá til baka með enn eitt tap á bakinu

Fjölmennum öll, rifjum upp gamlan hrepparíg og rústum þessum leik
bæði innan og utan vallar.

/a>