miðvikudagur, maí 4

Nýjar vörur komnar í hús...


Frá því í byrjun vetrar hefur meistaraflokkur knattspyrnudeildar Hamars
átt í mjög góðu og vinsamlegu samstarfi við
knattspyrnuakademíu Olimpico Somos Peru.

Eins og flestir alvöru knattspyrnuáhugamenn vita þá sigruðu OSP
perúsku 2. deildina á glæsilegan hátt á síðasta ári.
OSP enduðu með 47 stig eftir 22 leiki og markatöluna +33,
í framtíðinni munu deildirnar vonandi geta boðið uppá leikmannaskipti
milli félaganna sem ætti að gefa leikmönnum liðanna tækifæri
til að kynnast og vonandi leika knattspyrnu í annari heimsálfu.
Við undirritun samstarfssamnings í byrjun árs var einnig gerður
samningur milli félaganna sem fólst í sameiginlegum kaupum
á knattspyrnubúnaði til handa leikmönnum liðanna.
Fyrsta sending er komin og hér á myndinni að ofan er
sýnishorn af þeim vörum sem við vorum að taka upp.

Vörurnar eru framleiddar af fyrirtækinu
El minores labore minimum salado Inc.
Allar vörurnar eru handsaumaðar úr gæða nautaleði,
vörurnar verða afhentar leikmönnum meistaraflokks
knattspyrnudeildar Hamars á næstu æfingu.

Hafi menn áhuga á að kynna sér starf knattspyrnusambands Perú
þá er slóðin á heimasíðu þeirra hér:
http://www.fpf.com.pe/

Kveðja,
formaðurinn.