Fyrsti leikur deildarbikars
Nú loksins er stundin runnin upp, fyrsti alvöru leikurinn á þessu tímabili.
Mótherjarnir eru vestfirsku Bolvíkingarnir sem við þekkjum lítillega frá tímabilinu 2004.
Við höfum spilað 2 leiki við Bolvíkingana og er markatalan 3-5 í þeim leikjum. Fyrri leikurinn fór fram í Bolungarvík og tapaðist hann 3-1 þar sem Gaui Ægismaður skoraði okkar mark. Seinni leikurinn endaði svo með 2-2 jafntefli í Hveragerði þar sem Finnbogi og Gaui settu tuðruna inn fyrir okkur.
Þennan leik mætum við í með það markmið að sigra, og hafa gaman af því að sigra.
Leikurinn verður spilaður föstudaginn 31. mars á Stjörnuvellinum í Garðabæ og hefst hann stundvíslega kl:20:00
Íbúar Hveragerðis í liðinu leggja af stað frá íþróttahúsinu kl:18:00
Það er bara eitt alvöru lið...HAMAR