Hamar vs Ægir í Visa-bikarnum :o(
Þetta er alveg ótrúlegt, það er einhver draugur sem fylgir þessu liði, einhver bikardraugur. Það skiptir engu máli á móti hverjum við spilum við náum ekki að vinna leik í bikarnum :o( hversu ömurlegt er það ?
En við verðum víst bara að bíta í það súra og hætta að hugsa um þetta og fara að einbeita okkur að næsta verkefni sem er BÍ hérna á heimavelli þann 12. júni c",) það er hörkuleikur og þurfum við virkilega að koma okkur í gang fyrir þann leik... núna eru komnir 2 tapleikir í röð þannig að það er tími til að rífa sig upp úr lægðinni!
Leikurinn þann 1. júní:
Fyrri hálfleikur:
Hann byrjaði eins og allir aðrir leikir, það er eins og við séum steindauðir alltaf fyrstu 20-25 mínúturnar.. og á þeim kafla komust ÆGISMENN á bragðið með góðu marki frá Magnúsi J. Guðmundssyni. En eftir þetta mark vorum Ægismenn ekki neitt hættulegir fyrir utan færi hjá Hákoni sem Hlynur varði í horn. En frá og með 25 min þá tóku Hamarsmenn öll völl á vellinum og voru að berjast betur en Ægismenn þrátt fyrir að leikurinn hafi verið hálfgert klafs og leiðinlegur á að horfa (mjög líklega) í fyrri hálfleik. Ekkert markvert gerðist það sem eftir lifi hálfleiksins.
Seinni hálfleikur:
Þá fóru hlutirnir að gerst og Hamarsmenn sóttu án afláts. Við áttum skot rétt framhjá og Ægismenn björgðuðu á línu og ég veit ekki hvað og hvað. En Inn vildi boltinn ekki, en svo kom hinn ótrúlegi (fm-hnakka striker) Hreimur Örn Heimisson og klýndi boltanum eftir klafs í teignum í stöngina og inn.
Síðan sóttum við og sóttum en vorum þó ekki með neinar afgerandi tilraunir en þó fullt af hálffærum þar til á 90 min. Þegar hornspyrna er tekin og það er rifið í SIGURÐ GÍSLA og dómari leiksins dæmir VÍTSPYRNU... Björn Björnsson (the thunderstriker) kemur á punktinn og setur boltann í innanverðastöngina og dómarinn blæs leikinn af :o( HAMARSMENN ÚT ÚR BIKARNUM, og er greinilegt að til að halda ægismönnum í skefjum er að taka LÁRUS úr umferð. Því hann er allt í þessu ÆGISLIÐI.
Byrjunarliðið var þannig:
Markmaður:
Hlynur Kárason
Varnarmenn:
Jónas Guðnason
Stefán Helgi Einarsson
Björn Ásgeir
Sigurður Einar Guðjonsson
Miðjumenn:
Elías Óskarsson
Rafn Haraldur Rafnsson
Guðjón B. Hálfdánarson (f)
Eymar Plédel Jónsson
Sóknarmenn:
Sigurður Gísli Guðjónsson
Björn Björnsson
Varamenn:
Karl Valur Guðmundsson
Hannes Bjartmar Jónsson
Björn Aron Magnússon
Garðar Guðmundsson
Hreimur Örn Heimisson
Kv. Guðjón B. Hálfdánarson
miðvikudagur, júní 2
Nýlegar fréttir
- Sigurður Einar Guðjónsson bestur á móti Drang !! ...
- Hamar vs Ægir í vísabikarnum ! Já, það er komið a...
- Hamar vs Ægir Þriðjudag kl. 20:00 Eins og flestir...
- "Ooooo hamast!" Þeir sem hafa æft með Hamri nú í ...
- Hamar mætir ÆGI á ÞRIÐJUDAGINN í leik um að komast...
- Drangur vs Hamar ;( Ja, eins helvíti skítt og það...
- Jónas Guðnason bestur á móti Ægi :) Hver var best...
- Kærumálið farið á fullt ! Það er nú bara ekkert a...
- 3. stig í höfn :) Við komum sáum og sigruðum :o) ...
- Stefán Helgi Einarsson kosinn bestur á móti FC Fam...