miðvikudagur, júní 9

Sektarkerfið :o)

Þeir sem eru ósáttir með þær sektir sem þeir fengu í sambandi við sektarkerfið geta komið upp á skrifstofu til mín á morgun FIMMTUDAGINN 10. júní frá kl 08:00 - 18:00 og fengið útskýringar á sektum sínum.
En svona til að stytta ykkur ferðina, þá get ég sagt ykkur að ég sektaði alla fyrir að mæta ekki í FJÁRAFLANIR það skiptir engu máli þótt þeir séu með afsakanir. Vegna þess að þeir sem MÆTA EKKI í fjáraflanir eiga ekki skilið að fá að njóta AFRAKSTRAR þeirra nema að borga sektina að mínu mati.
En við skulum hafa fyrirkomulagið þannig, að allir borga sína gíróseðla, og svo leggið þið inn kvörtun yfir þessum sektum. Þetta mun síðan fara fyrir nefndina seinna í mánuðinum (Gaui, Stebba og Hlyn ef þeir komast ekki munu Einsi, Ásgeir og Jónas) og munu þeir taka afstöðu til þessara mála og komast að niðurstöðu í þessum efnum.

Með von um einfalda og auðvelda úrlausn á þessum málum.

Kv. Guðjón B.H
Yfirmaður sektarkerfisins!