þriðjudagur, júní 8

Maður leiksins

Ég fór í dag og náði í "Maður leiksins" skildingana sem veittir verða þeim sem þykir öðrum fremri í komandi heimaleikjum. Fyrir þá sem ekki þekkja til var þetta líka gert í fyrra sumar og fer þannig fram að leikmenn kjósa, inní búningsklefa eftir heimaleiki, þann sem þeim fannst standa sig best í undaförnum leik og fær sá sem fær felst atkvæði veglegan áletraðan skilding. Þetta verður því vonandi mönnum hvatning til að standa sig enn betur á heimaleikjum og er þetta jafnframt einnig liður í því að gera heimavöll okkar enn sterkari. Nú í sumar fer líka fram almennings kostning hér á síðunni eftir hvern leik og verður sá sem fær flest atkvæði yfir allt sumarið einnig leystur út með veglegum verðlaunum í lok sumarsins á slúttinu mikla eins og það er kallað og er manni strax farið að hlakka til því við þurfum jú að slútta sumrinu 2003 líka þar sem að þáverandi skemmtilegasti formaður skemmtilegustu skemmtinefndar skemmtunarsamtakanna gat ekki skipulagt slútt vegna lítils stuðnings;) Allavega til mikils að vinna í sumar og ekki láta ykkur detta í hug að þetta sé allt og sumt. Það eru fleiri titlar í boði og því um að gera fyrir alla að gera miklu betur en sitt besta í allt sumar. Það var til dæmis gaman að sá að áhuginn er fyrir hendi og segir mætingin á æfingu í gær margt um það en það mættu, ef ég hef talið rétt.......... 26 strumpar.......... Geri aðrir betur:)

"Hasta la victoria siempre"
Ásgeir Bo