Hamar Vs Boltastrákar Fjarðar íss og Júguslava!
Á morgun laugardag fer fram fyrsti heimaleikur okkar í deildinni og er hann á móti B.Í. Leikurinn hefur verið færður fram til klukkan 13:00 vegna einhverra flugmála hjá B.Í. Leikurinn fer fram á Grýluvelli og er jafnframt fyrsti leikur okkar þar þetta árið. Dómari leiksins verður Garðar Haukson og hef ég heyrt að hin síkáti Ólafur Gíslason verði annar aðstoðardómari. Við erum búnir að spila tvo leiki í deildinni. Á móti Ægi sem við unnum 3-0 og á móti Drang sem við töpuðum naumlega 4-3. Það er því mikilvægt fyrir okkur vinna þennan fyrsta heimaleik til að bæta stöðu okkar og fara vestur með sjálfstraustið í lagi. B.í.-arar hafa verið að ná ágætum úrslitum og unnu þeir Drang t.d. 2-0 og Ægir 3-0. Auk þess hefur Capteinn Gedane(djöfull væri kúl ef hann héti Morgan...) sagt að þeir séu komnir með tvo júgga á miðjuna og að þeir hafi hoppað beint inn í byrjunarlið þeirra þannig að búast má við þeim sterkum. Það er þess vegna ljóst að erfiður leikur er framundan og vonandi að menn séu klárir í að láta finna fyrir sér. Við hvetjum að sjálfsögðu aðdáendur okkar um land allt til þess að mæta og láta heyra í sér og láta ekki þenna sannkallaða stórleik ekki framhjá sér fara.
Kaffi verður á könnunni, sól í fyrri hálfleik en búast má við að það verði skýjað í seinni hálfleik og rigningu um leið og leikurinn er flautaður af. Koma svoooooooooooo Hamar!!!
Hasta la victoria siempre
Ásgeir Bo
föstudagur, júní 11
Nýlegar fréttir
- Sektarkerfið :o) Þeir sem eru ósáttir með þær sek...
- Maður leiksins Ég fór í dag og náði í "Maður leik...
- Hamar vs Ægir í Visa-bikarnum :o( Þetta er alveg ...
- Sigurður Einar Guðjónsson bestur á móti Drang !! ...
- Hamar vs Ægir í vísabikarnum ! Já, það er komið a...
- Hamar vs Ægir Þriðjudag kl. 20:00 Eins og flestir...
- "Ooooo hamast!" Þeir sem hafa æft með Hamri nú í ...
- Hamar mætir ÆGI á ÞRIÐJUDAGINN í leik um að komast...
- Drangur vs Hamar ;( Ja, eins helvíti skítt og það...
- Jónas Guðnason bestur á móti Ægi :) Hver var best...