miðvikudagur, september 29

Getraunaleikur Hamars



Ok, ef menn eru búnir að ná sér eftir árshátíð þá er ég með tillögu að kerfi fyrir getraunaleikinn en endilega komið með ábendingar um betri útfærslur ef þig hafið einhverjar hugmyndir við byrjum þetta svona ef engar ábendingar berast.

Mín hugmynd er sú að við byrjum í 40. leikviku, núna á Laugardaginn. Þá verða allir að senda inn sína spá fyrir upphaf fyrsta leiks á seðlinum og eru þá sjálfkrafa orðnir þáttakendur í pottinum. Spáina skal setja inná spjallið okkar og skíra póstinn 40., 41. viku o.s.frv. ef þú ert fyrstur, annars setja allir spánna sína fyrir þá vikuna inn á þann póst sem merktur er hverri leikviku fyrir sig. Sá sem er með flesta rétta vinnur umferðina og jafnframt þann pott sem er í boði. Heildar stigin, það er hversu marga rétta ég er með fer samt inná heildarskor þrátt fyrir að ég vinni ekki umferðina. Í lokin ætti því að vera þrír sigurvegarar.

1. Sigurvegari á heildarstigum
2. Sá sem vann flestar umferðir (hann vinnur líka pottinn þá vikuna sem hann vinnur)
3. Hæsta meðaltal úr þeim umferðum sem hann tók þátt.

Þessar reglur gera það að verkum að menn þurfa ekki alltaf að taka þátt og geta droppað inn í keppnina hvenar sem er, nema menn séu metnaðarfullir og vilji ná öllum pakkanum. Einnig, með því að taka þátt, leggur hver einn bjór undir fyrir hverja umferð og svo er kredit listi sem haldið verður utan um, það er hverjir skulda og hverjir eru í plús. Hann verður svo gerður upp í lok keppninar. Hann gæti t.d. litið svona út:

Ásgeir = :) :) :) :) :) :) :) (Bjórar í plús)
Haffi = :( :( :( :( :( (Bjórar í mínus)
Ziggy =:( :( :( :( :( :( :( :( :( :( (Bjórar í mínus)

Þetta er eiginlega stolið fyrirkomulag frá Árborgurum en ef þeir hafa eitthvað um það að segja þá mega þeir það. Við byrjum núna á laugardaginn í 40. leikviku og er ég búin að setja leikina inná spjallið. Svo getur verið að ef að við erum í stuði þá hendum við inn meistaradeildar leikjum líka. Það eru allir velkomnir að vera með jafnt leikmenn sem fjandmenn, jafnvel Ægismennirnir sem ég VEIT að skoða þessa síðu.

Hasta la.....
Ásgeir