Vomit-fest 2004
Já, föstudaginn 24. september var haldið uppá árshátíð Hamars með pompi og prakt. Við byrjuðum á að hittast í Rauðakrosshúsinu í Hveragerði þar sem að menn hituðu upp með öli og svöruðu nokkrum laufléttum spurningum.
Klukkan 18:20 fórum við uppí rútu sem hélt austur á leið. Menn ræddu málin og sögðu hver öðrum skrítlur á leiðinni á áfangastað sem að var víst Hlíðarendi. Þar fengum við að borða lambakjöt á lágmarksverði meðal annarra sveitakarla sem voru líka mættir á hlaðborð og eftir það var óvissuferðinni lokið. Já henni var lokið! Við viljum þakka ósvissuferðum fyrir rólega og þægilega ferð:/
Alla vega eftir það fórum við á Hellu þar sem að keyrt var um og lýsti svæðinu maður ALLT þar þekkir. Já enginn annar en Sigurður Gísli Guðjónsson tók míkrafóninn og sagði okkur allt um hin fornfræga stað Hellu, hann sagði okkur meira að segja frá garðinum hjá bankastjóranum sem að by the way liggur að bankanum sjálfum og er GEÐVEIKT stór og bankastjórinn "trítlar um garðinn á sláttuvél sem að maður situr á" svo að ég vitni beint í Gulldrenginn;) Eftir ágætis útsýnisrúnt á Hellu í kolniðarmyrkri stoppuðum við í húsi einhvers stráks sem að Siggi þekkir og fórum við allir þar út og dreifðum okkur í garðinn og migum eins og við fengjum borgað fyrir það. Bjössi Red fór inn og fannst svooo leiðinlegt þar að hann fór inná klósett að æla, að sögn vitna fór EKKI öll ælan í klósettið. Þetta gerðist klukkan 20:55 og var eins og Björn hefði komið af stað nýrri tísku. Klukkan 22:19 ældi næsti maður yfir nánast allt gólfið á Kristjáni X og klukkan 22:59 ældi sá þriðji Haffi Björns yfir ykkar einlægan. Já hann bað um að láta stoppa rútuna á leiðinni heim og ég kom því til skila til bílstjórans. Svo tek ég í hönd Haffa og ætla að hjálpa greyinu út og hvað fæ ég í staðinn??? Jú! ælu yfir mig allan! og vil ég þakka Haffa sérstaklega fyrir það;) Já fyrir utan alla ælupúkana þá var verðlaunaafhending á Kristjáni X og eru sigurvegararnir taldir upp hér að neðan. Þess má geta til fróðleiks að Staðurinn Kristján X(tíundi) heitir það vegna þess að fyrsti maðurinn til að koma á Hellu hét Kristján, og pabbi hans var sá tíundi sem kom þangað, eins og kom fram í skoðunarferðinni með Sigga á fóninum. Miklar þakkir færðu fyrir þann mikla fróðleik sem þú færðir okkur þar Sigurður. Heim var komið rétt fyrir tólf og fórum við þá á Snúlla-Bar þó að nokkrir hefðu horfið úr hópnum, enda erfitt sex tíma ferðalag að baki. Að mínu mati frábær árshátið sem að gleymist seint og vil ég þakka fyrir góðar stundir. Myndir af herlegheitunum eru væntanlegar á mánudaginn.
Hér fyrir neðan eru þau verðlaun sem veitt voru og fyrir neðan þær skilgreiningar á þeim sem komu fram á árshátíðinni:
Trukkur ársins: Jónas Guðnason
Trukkur ársins er sá leikmaður sem var "trukkalegastur" á vellinum, óstöðvandi maskína sem trukkaði sig í gegnum andstæðingana og "trukkaði" niður sóknir af fullu MAN-afli lík og malarnámumaskína af bestu sort.
Verðlaun: Vígalegur plast trukkur með tank á stærð við hálfan pela af rjóma.
Galdramaður ársins: Rafn Haraldur Rafnsson
Galdramaður ársins er sá leikmaður sem sýndi mesta "galdra" á vellinum, varnarlega eða sóknarlega. Galdramaðurinn er sá leikmaður sem býr yfir mestum hæfileikum til að framkvæma, og hefur framkvæmt flottustu "galdrana" á vellinum í sumar.
Verðlaun: Megaflott galdratuskudúkka
Skytta ársins: Björn Björnsson, Guðjón Bjarni Halfdánarson og Sigurður Einar Guðjónsson.
Bjössi fékk verðlaunin þar sem að hann einn af þeim var mættur.
Skytta ársins er sá leikmaður sem sýndi mesta færni í skotum á mark andstæðingana eða í sendingum á liðsfélagana. Leikmaður þessi væri líklegastur til að verða kallaður William Tell Íslands eða jafnvel Carl J. Eriksson Hvergerðinga.
Verðlaun: Geggjuð leiser byssa, fyrir skyttuna, sem að skýtur fimm mismunandi lituðum geislum. (Reyndar hafði viðtakandinn ekki vitsmuni til að nota hana þrátt fyrir að reynt hafi verið að kenna honum á hana)
Súkkulaði ársins: Sigurður Gísli Guðjónsson
Súkkulaði ársins er sá leikmaður sem þykir búa yfir hvað mestum hæfileikum sem nýtast ekkert á vellinum, þ.e. algörlega óháð knattspyrnulegri getu, en þeim mun betur utan hans. "Súkkulaði" ársins þarf að búa yfir mikilli ytri fegurð ásamt því að gegna því mikilvæga hlutverki að trekkja kvenfólkið á völlinn. "Súkkulaðið" er sá leikmaður sem fór með mest af geli yfir tímabilið, fór í flesta ljósatíma og skartaði fegursta hárinu. "Súkkulaðið" er Garðar Gunnlaugsson okkar Hverðgerðinga.
Verðlaun: Snyrtisett sem inniheldur hlébarðaspöng, greiðu, naglaþjöl og naglasnyrtir
Félagi ársins: Jónas Guðnason
Félagi ársins er sá leikmaður sem staðið hefur með liðinu gegnum súrt og sætt, sigra og töp og er alltaf reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til liðsins og félaganna í liðinu, í leikjum og á æfingum utan vallar sem innan.
Verðlaun: Veglegur áletraður peningur
Markahæstur: Sigurður Gísli Guðjónsson
Sá sem skoraði mest fyrir félagið í deild og bikar. Gulldrengurinn að hljóta þennan titil annað árið í röð.
Verðlaun: Veglegur áletraður peningur
Mestar framfarir: Hafþór Björnsson
Sá leikmaður sem þótti ná bestum árangri á árinu og bæta sig mest bæði líkamlega sem getulega.
Verðlaun: Veglegur áletraður peningur
Efnilegasti leikmaður ársins: Heimir Logi Guðbjörnsson
Sá leikmaður sem þykir hafa mikið efni að geyma og eiga góða möguleika til að bæta sig enn frekar og jafnframt skara framúr í kjölfar þess.
Leikmaður ársins 2004: Rafn Haraldur Rafnsson
Sá leikmaður sem þykir hafa spilað best og jafnast í leikjum og æfingum árið 2004. Sá leikmaður sem hefur lagt einna mest á sig fyrir heildina og jafnframt verið sér og liðfélögum til sóma með áhugasemi og metnaði.
Verðlaun: Vegleg brons stytta á stærð við tveggja lítra gosflösku áletruð "Mfl. Hamars. leikmaður ársins. sumarið 2004. Einnig fékk Rafn í hendurnar farandskjöldin sem fer nú annað árið í röð til hans en hann fór í umferð 2003 og hefur því verið í vörslu Rafns síðan.
Ég vil óska öllum til hamingju með verðlaunin og þakka fyrir liðið tímabil sem að var frábært, vonandi verður það næsta enn betra.
Hasta la. . .
Ásgeir Bo
laugardagur, september 25
Nýlegar fréttir
- Árshátið!!! Á föstudaginn kemur verður ársuppgjör...
- Hamarsmadur ad gera góda hluti i DK :) Ja... tad ...
- Einsi úti!!! Það er komið á hreint að Sigurður Ei...
- Sumarið 2004 Nú þegar fer að líða að árshátíð er ...
- Æfing á þriðjudagskveld Æfing þriðjudagskvöldið í...
- Nú verdur gaman ad sjá hver TORIR :) Vegna tess a...
- Æfingar Búið er að úthluta æfingartímum í íþrótta...
- Framundan Já það er kominn tími til að fara að vi...
- Leikmenn Hér koma til með að vera upplýsingar um ...
- ÍH vs Hamar Byrjunarliðið: Markmaður: Hlynur Kár...