miðvikudagur, febrúar 16

B-Riðillinn

Ég vil byrja á því að biðja aðdáendur Hamarssíðunnar velvirðingar á hægri uppfærslu undanfarið. Það orsakast aðallega vegna þess að undirritaður er búinn að standa í flutningum og því gefist lítill tími til að skrifa ásamt að nettengingu vantaði í nýja húsið, tölvan hrundi og mikilla anna í námi. Ég mun reyna héðan í frá að vera með umfjöllun um það sem er að gerast hjá okkur og birta leikskýrslur og þess háttar. Ég mun setja inn myndir og tölfræði frá firmamótinu um leið og talvan góða kemur úr viðgerð.

Eins og flestir vita er búið að raða í riðla fyrir sumarið og er þeir svæðaskiptir í þetta skipti sem betur fer. Við þurfum þó að fara til Eyja og á Höfn sem staðsett er í firði hornanna en þá eru ferðalögin líka upptalin og mikill léttir að þurfa ekki að fara Vestur í helvíti. Önnur lið eru til dæmis erkifjendur okkar úr Árborg og Þorlákshöfn og má búast við hörku baráttu innbyrðis milli okkar, en hér er riðillinn okkar:

B-Riðillinn
Augnablik
Árborg
Drangur
Hamar
KFS
Reynir S
Sindri
Ægir


Augnablik: Veit ég hreinlega ekkert um, var sagt í gær að þeir væru á höfuðborgarsvæðinu þannig að það er alla vega ekki ferðalag.

Árborg: Milli Árborgar og Hamars hafa alltaf verið hressandi viðureignir. Við vorum með þeim í riðli sumarið 2003 og þá enduðu þeir í fjórða sæti en við sjötta af átta.
Fyrri leikurinn það sumarið var í Hveragerði og var æsispennandi. Við skoruðum fyrsta mark leiksins á 52. mínútu eftir að Heimir átti gott skot sem fór yfir Einsa okkar sem var þá með Árborg. Þegar leið á leikinn fóru Árborgarar að pressa á okkur en náðu ekki að skora. Við áttum okkar færi líka og á 70. mínútu bætti Þráinn við öðru marki okkar. Pressa Árborgara varð gríðaleg eftir þetta og það sem eftir lifði leiks en varnir okkar héldu og sigurinn var okkar.
Seinni leikurinn á Selfossi byrjaði á því að Árborgarar skoruðu og ætluðu greinilega ekki að tapa líka fyrir okkur á heimavelli, en þeir skömmuðust sín gríðarlega fyrir að tapa fyrir okkur í Hveragerði. En við Hamarsmenn sýndum karakter og Hannes skoraði á 24. mínútu eftir að við höfðum átt allnokkur góð færi. Við áttum fyrri hálfleikinn og komum tvíefldir til seinni. Það var svo engin annar en Guðmundur Baldursson, þá 42 ára, sem að skoraði snemma í seinni hálfleik og kom okkur yfir. Allt varð vitlaust og sjálfstraust okkar efldist en á 58. mínútu gerðist það sem varð vendipunktur leiksins. Reynsluleysi Sigga litla Gísla, sem er grófasti sóknamaður í HEIMI, varð til þess að hann var rekinn útaf. Við héldum okkar striki í tæplega 15 mínútur en þá lét undan og með ellefu menn gegn tíu seytluðu Árborgarar fram úr okkur með mörkum á 71., 82. og 85. mínútu. Sárt fyrir okkur en ljóst að við höfum einhver tök þeim sem vonandi nýtast okkur í sumar.

Drangur: Voru með okkur í riðli í fyrra og voru í sæti fyrir neðan okkur.
Við töpuðum fyrri leiknum sorglega með því að fá á okkur þrjú mörk á fyrstu 20 mínútunum. Við sýndum þó enn og aftur hvers við vorum megnugir og jöfnuðum 3-3 á 60. mínútu eftir að hafa lent 3-1 undir. Við áttum mun meira í leiknum síðasta hálftíman en boltinn vildi ekki inn. Þeir skoruðu svo eftirminnilegt mark á 84. mínútu sem við gágum þeim þegar misskilningur varð á milli Einsa og Stebba .
Seinni leikurinn fór fram í Hveragerði og ætluðum við ekki að gefa þeim fyrstu tuttugu eins og í fyrri leiknum. Við höfðum þar betur með tveimur mörkum gegn einu sem þeir skoruðu úr fríu víti í boði Jónasar á 79. mínútu. Okkar mörk skoruðu Bjössi og Siggi.

KFS: Hafa alltaf verið sterkir. Féllu að vísu niður úr annari í fyrra en verða án efa með sterkt lið. Við höfum ekki spilað við þá eftir að við byrjuðum.

Reynir S: Það lið sem að við höfum farið verst frá í viðureingum okkar við. Þeir voru með okkur bæði sumrin og höfum við en ekki náð stigi af þeim enda hafa þeir alltaf verið með firnarsterkt lið og nánast ótrúlegt að þeir séu enn í þriðju deild. Held að markmið okkar fyrir sumarið sé að ná af þeim stigi og laga markatöluna sem er 21-1.
2003: Heima= 0-6 og Úti= 4-0.
2004: Heima = 0-2 og Úti= 9-1.

Sindri: Veit ég ekkert um við höfum ekkert spilað við þá.

Ægir: Blóðug slagsmál! er það sem að lýsir helst leikjum Hamars og Ægis eins og sjá má á spjalda fjölda leikjanna hér á eftir. Bæði sumrin höfum við verið saman í riðli og í fyrra mættumst við einnig í bikarnum.
Fyrri leikurinn 2003 var heima og einkenndist af mikilli hörku og grófum tæklinum. Siggi gulldrengur skoraði fyrir okkur á 84. mínútu en þeir jöfnuðu mínútu fyrir leikslok eftir að hafa fengið umdeilda aukaspyrnu fyrir utan teig. Hún kom inn í og maðurinn minn skallaði í netið, sárt það. 1-1 - fjögur gul á Hamar.
Seinni leikurinn í höfninni var einnig mjög harður en jafnframt skemmtilegur. Hannes skoraði fyrst úr víti á 12. og svo skoraði ég annað markið á 34. eftir horn. Eftir það duttu mörkin inn á 45., 47., 72. og 80. og voru það Hannes, Gaui, Benni og Davíð sem skoruðu þau, góður sigur. 0-6 - tvö gul og tvö rauð á Ægir, Fjögur gul og tvö rauð á Hamar sem segir margt um stríðið sem háð var á vellinum.
Bikarleikurinn var fyrsti leikur okkar við Ægir sumarið 2004. Leikurinn var æsispennandi en ekki sannfærandi af okkar hálfu. Ægismenn komust í 0-2 en við minnkuðum munin um eitt mark á 85. eftir ótal margar tilraunir sem allar rétt laumuðu sér framhjá markinu. Í uppbótartíma fengum við vítaspyrnu eftir að ég var rifin niður í teignum. Björn hin rauði fór á punktin. Hann gat með marki knúið fram framlengingu. Maðurinn sem hafði ekki klikkað á vítaspyrnu á æfingu frá því hann byrjaði með Hamri gerði sig kláran. Hann skaut góðu skoti en það fór í stöngina. Segja má að það hafi endurspeglað óheppni okkar í leiknum þar sem við áttum ótal færi. Leikurinn var svo flautaður af, Gaui fór að rífast og hljóp svo útí móa. 2-1 - Ægir fjögur gul.
Fyrri deildarleikurinn 2004 fór fram í höfninni og unnum við hann örugglega 0-3 með tvem mörkum frá Sigga og eitt frá Bjössa. Hamar fjögur gul, Ægir fimm gul.
Seinni Leikurinn fór fram á Grýluvelli og er skemmst frá því að segja að Björn Ásgeir skoraði fyrsta markið á 11. mínútu. Siggi setti svo tvö og Gummi hókí pókí eitt. Ægismenn minnkuðu svo munin á 82. mínútu með marki úr vítaspyrnu. 4-1 þetta er örugglega slakasti leikur spjaldlega séð milli þessara liða, Hamar 2 gul, Ægir 1 gult.

Heildin úr fimm leikjum:
Hamar: 10 stig - 15 mörk - 14 gul - 2 rauð
Ægir: 4 stig - 4 mörk - 12 gul - 2 rauð

Kærlighilsen
Björn Ásgeir