fimmtudagur, nóvember 18

Jólahlaðborð Hótel Arkar


Nú þurfa allir Hamarsdrengir ungir sem aldnir að fara að vinna í því að selja miða á jólahlaðborðið sem verður allar helgar í desember fram að jólum. Það er lágmarks krafa að hver og einn selji tvo miða, þá á ég líka við um yngri strákanna. Einnig er það skylda hvers og eins að tala við sitt fyrirtæki og reyna að selja þeim miða, sérstaklega Bjössi. Hversu magnað væri það að fá Símann á jólahlaðborð á Örkina, hvað vinna margir þar, milljón? Við fáum 25% af hverjum miða sem fyr og er því um ágætis pening að ræða fyrir okkur ef að menn verða duglegir að selja. Því meira sem selst því meiri líkur eru á að við getum uppfyllt kröfur þjálfara á þeim mælikvarða sem við viljum. Hlaðborðin verða á föstudags og laugardagskvöldum á eftirfarandi dagsetningum:
3. og 4. des
10. og 11. des
19. og 20. des
26. og 27. des

Hið hefðbundna jólahlaðborð Hótel Arkar er ávalt geysivinsælt. Í ár hafa gengið til liðs við matreiðslumeistarana, þungavigtarmaður í íslenskum húmór, Flosi Ólafsson þannig að víst er að um ógleymanlega kvöldstund verður að ræða.
Matreiðslumeistari er Eiríkur (Eiki) Friðriksson og nýtur hann aðstoðar matreiðslumannanna Jakobs V. Arnarsonar og Tómasar Þóroddssonar. Drekkhlaðin veisluborðin svigna undan dýrðlegum og gómsætum kræsingum úr smiðju matreiðslumeistara Hótels Arkar.

Sjávarréttasúpa - Hrátt hangikjöt - Villisveppasúpa – Andalifrapaté - Dádýra carpaccio - Silungatartar - Laxa og humar paté - Kryddlegin síld - Karrí síld Steikt síld - Hverarúgbrauð
Hangikjöt - Pörusteik - Grillað lambalæri - Grísalund - Kálfahryggvöðvi Kalkúnabringa – Hreindýraorður
Heimalagaður ís - Franskur jóladrumbur - Crème brule - Hrísgrjónabúðingur Brauðbúðingur með vanilluís
Úrval af brauði, heitum og köldum sósum, kartöflum og viðeigandi meðlæti með hverjum rétti.

Flosi Ólafsson skemmtir gestum með gamanmálum og stjórnar veislunni af sinni allkunnu snilld. Dansleikur með stuðhljómsveitinni Þúsöld að loknum kvöldverði.

Verð: 4.490,- krónur (með gistingu krónur 8.790,- á mann í tvíbýli)
Föstudagstilboð: 3.990,- krónur (með gistingu krónur 7.990,- á mann í tvíbýli)
(Athugið að við þurfum ekki að selja gistingu)

Ég endurtek allir verða að selja allavega tvo miða og ef menn gera það ekki verður gripið til sektaraðgerða sem hljóðar uppá tvö þúsund krónur á mann sem er það sem við fáum fyrir tvo miða. Látið annað hvort mig eða Hjört vita hvaða kvöld þið seljið miða á svo að við getum pantað.

Hjörtur- sími: 866-0418 eða iskallin@hotmail.com
Ásgeir- sími: 865-7035 eða bab3@hi.is

Kveðja...
The red one