miðvikudagur, desember 1

Æfingagallar

Formaður meistaraflokks Hamars hefur gert samning við S.S. Verktaka og Sunnumörk, verslunarmðstöðinni í Hveragerði, um kaup á æfingargöllum fyrir liðið. Um er að ræða sextán errea buxur og treyur sem verða merktar fyrirtækjunum og borga þau fyrir alla gallana og merkingu þeirra. Gallarnir sextán koma svo til með að fylgja meistaraflokki Hamars í alla leiki og mun sextán manna hópurinn hverju sinni hita upp í þeim fyrir leiki. Þetta mun án efa gera umgjörð meistaraflokksins glæsilegri og er það markmið stjórnarinar að gera fleiri hluti til þess að bæta hana enn betur.











Kveðja
Stjórnin