fimmtudagur, nóvember 25

Jólamót knattspyrnudeildar Hamars


Knattspyrnudeild Hamars efnir til fyrirtækjakeppni í innan-húsknattspyrnu laugardaginn 4. desember 2004. Mótið verður frá klukkan 12:00 til 17:00, í íþróttahúsinu í Hveragerði.

Leikið verður í karla og kvennaflokki og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu liðin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir frumlegustu eða flottustu búninga liðs.

Leiktími hvers leiks er 1 x 8 mín og eru 4 leikmenn úr hvoru liði inná í einu, hvert lið má hafa 2-3 varamenn.

Hafi fyrirtæki ekki nægan mannskap til þátttöku, getur knattspyrnudeildin útvegað úrvals leikmenn án endurgjalds. Þátttakendur eru hvattir til að taka vinnufélaga og fjölskyldur með í mótið til að hvetja sig til dáða og skapa góða stemningu á áhorfendapöllum.

Þátttökugjald á hvert lið er kr. 10.000.-

Veitingasala á staðnum meðan mótið stendur yfir, samlokur, kaffi, gos, sælgæti og fleira.

Skráning er í símum 897-5771 (Valgeir)
og 866-0418 (Hjörtur).

-ATH-
Vegna skorts á húsrými verður þátttaka liða takmörkuð, því hvetjum við lið til að skrá sig sem fyrst, því að fyrstir koma fyrstir fá.

Kveðja
Stjórnin