Framtíðarsvæði Hamars
Niðurstaða könnunarinnar ,,hvar vilt þu að framtíðar heimavöllur og æfingarsvæði Hamars verði?” liggur fyrir. Þjátíu og sjö kusu í könnuninni og vildu 6% þeirra hafa heimavöllinn hjá Nátthaga í Ölfusi og önnur 6% í þorlákshöfn. 22% vildu hafa heimavöllinn á Old trafford og er því ljóst að um 28% þeirra sem kusu var alveg sama hvar völlurinn verður í framtíðinni þar sem þetta eru ekki raunhæfir möguleikar. Það sem könnunin snérist fyrst og fremst um var að sjá hvort að menn vilja hafa heimavöllinn upp í dal eða undir Hamrinum. Niðurstaðan er sú að 30% vilja hafa hann uppi í dal en 43% vilja hafa hann undir Hamrinum.
Forsvarsmenn meistaraflokks Hamars hafa tekið þá ákvörðun að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að breyta skipulaginu sem að er þannig að það á að koma annar völlur vestan við Grýluvöll upp í dal. Það er okkar skoðun að heimavöllur uppá miðri heiði, þar sem að snjóa leysir aldrei fyrr en um miðjan maí, sé ekki fýsilegur kostur. Staðreyndin er nefninlega sú að völlurinn uppfrá er aldrei tilbúin nema rétt fyrir fyrsta leik eða seinna og höfum við aldrei náð einni einustu æfingu á honum fyrir þann tíma. Vegna hæðar yfir sjávarmáli er frostið lengur að fara úr þessu svæði og kannski sérstaklega á vellinum þar sem að Hamarinn skyggir á hann þegar lág vorsólin skín í suðri. Sólin rétt nær að kasta nokkrum geislum á völlinn á morgnanna og á kvöldin vegna hans. Einnig er engin sturtuaðstaða fyrir hendi þar og þarf því alltaf að keyra milli vallar og íþróttarhúss fyrir og eftir leiki.
Í sumar þurftum að færa fyrsta heimaleik á útivöll vegna slæmra vallarskilirða og við þurftum að spila bikarleikinn við Ægir undri Hamrinum. Auk þess er völlurinn svo langt frá byggð að hann er einhvernveginn ekki hluti af bænum. Það er gott fyrir golfara að hafa næði svo að sveiflan fari ekki úr skorðum, og fyrir hestamenn svo að þeir nái kengnum úr bykkjunum sínum en fótbolti er íþrótt sem þarfnast nálægðarinnar við fólkið. Það er jú þannig að heimavöllur vegur meira en útivöllur vegna þess að áhorfendur jafnast á við tólfta mann. Ef að völlurinn er inn í miðjum bænum tekur fólk eftir því að kappleikur sé í gangi og mætir því frekar þar sem það getur einnig gengið á völlinn. Ef að hann er hinsvegar upp á fjalli veit ekki nokkur maður að þar sé verið að tækla menn til óbóta. Það er því ósk okkar að bæjaryfirvöld láti endurskoða skipulagið bæði uppí dal og undir Hamrinum og íhugi þann möguleika að láta svæðið veðurgóða undir Hamrinum verða framtíðar íþróttar- og leiksvæði Hveragerðisbæjar. Það kann þó að verða þungur róður fyrir okkur að fá þessu breytt þar sem að búið er að skipuleggja nokkrar íbúðalóðir undir Hamrinum sem myndu taka það svæði sem við þrufum til að það yrðir nægilega gott. Einnig held ég að búið sé að útiloka þá hugmynd að gera ullarþvottarstöðina að félagshúsi vegna ástands þess sem hefði verið góður kostur fyrir völlinn og okkur því þá gæti þar um leið verið sturtuaðstaða og jafnvel klúbbhúsið okkar. Við ætlum samt sem áður að athuga hvaða möguleikar eru og sjá hvað bæjaryfirvöld eru tilbúin að gera fyrir íþróttarstarfssemi bæjarins. Hér er skipulagið á völlunum eins og það er núna.
Kveðja
Björn Ásgeir
föstudagur, desember 3
Nýlegar fréttir
- Æfingagallar Formaður meistaraflokks Hamars hefur...
- Jólamóti frestað! Innanhússmóti Hamars hefur veri...
- Jólamót knattspyrnudeildar Hamars Knattspyrnudei...
- Jólahlaðborð Hótel Arkar Nú þurfa allir Hamarsdr...
- H.S.K. mót Við komum sáum og sigruðum í fyrsta le...
- Æfing á morgun! Í dag, mánudag hafa staðið yfir...
- Á döfinni....... Mót....... Héraðsmótið innanhús...
- Íslandsmót innandyra Búið er að skipta í riðla í ...
- Æfing á Mánudagskvöld á Gervigrasinu! Björn Björn...
- Nýjustu tölur úr Suðurlandskjördæmi Skoðannakönnu...