fimmtudagur, febrúar 3

******-----.....Fyrsti æfingaleikurinn.....-----*****


Fyrsti æfingaleikur þessa árs fer fram á gervigrasinu í Laugardal
þriðjudaginn 8.febrúar (sprengidag).
-ALLIR AÐ VERA MÆTTIR KL:20:00.-
Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því að
mótherjarnir verða hinir spræku piltar úr Íþróttafélagi Hafnarfjarðar (Í.H.),
sem svo eftirminnilega komust í úrslitakeppni 3. deildar síðasta sumar.
Leiktími er áætlaður 2 x 35 mín.
Suðurstúka vallarins hefur verið tekin frá fyrir áhagendur
Hamars, munið því að mæta tímanlega.
KB-Banki í Hveragerði býður öllum frítt á völlinn.