sunnudagur, nóvember 7

H.S.K. mót

Við komum sáum og sigruðum í fyrsta leik Hsk-mótsins innanhús sem haldið var í Iðu íþróttarhúsi F.su. á Selfossi á laugardaginn. Eftir þann leik var úthald okkar búið og datt því botnin úr okkar leik. Við áttum oft á tíðum mörg góð færi sem ekki nýttust okkur og voru andstæðingar okkar fljótir að nýta sér það. Sameinað lið Stokkseyrar, Eyrabakka, Selfoss og Þróttar Reykjavík vann titilinn. Árborg 2 var í öðru sæti og Ægir 1 var í þriðja. Liðið okkar var svona:

Haffi Big (í marki)
Ásgeir
Jónas
Hannes (Topp skorarinn okkar setti 3 eða 4)
Hlynur (Var í fyrstu tveim og setti 1 mark lagði upp fleiri)

Siggi Gústafs
Sindri
Jón Steinar
Tryggvi (super subbinn setti tvö)
Siggi Gísli (kom í seinni hlutann)
Helgi Guðna

Hjörtur (liðsstjóri)
Sverrir Geir (Lukkudýr)

Eins og sjá má var þetta ungt lið og helmingurinn úr yngri flokkunum. Þeir stóðu sig hins vegar eins og hejtur og er greinilegt að unglingastarfið okkar á eftir að halda okkur á floti í framtíðinni. Þetta var stórskemmtilegt mót og var það aðallega til þess að hafa gaman af því, þó að það sé alltaf skemmtilegra að vinna. Næst á dagskrá er Íslandsmótið innanhúss í lok mánaðarins sem að við förum í með það markmið að komast upp um deild. Við byrjum svo á Fylkisvellinum á þriðudaginn og hvet ég alla til að mæta á þessar æfingar því þessir tímar standa og falla með mætingu. Mæting er klukkan 20:30 í íþróttarhúsið í Hvg þar sem sameinað verður í bíla. Þeir sem eru í bænum mæta klukkan 21:00 á Gervigras Fylkismanna.

Kveðja
Sá Rauði