laugardagur, febrúar 19

Æfingarleikur

þriðjudaginn 22. febrúar verður annar æfingarleikur okkar þetta undirbúnings tímabilið. Hann verður í Laugardalnum og er mæting klukkan 20:00 í Reykjavík en 18:50 í íþróttarhúsið í Hveragerði fyrir þá sem fara þaðan. Leikurinn er við 2. flokk Gróttu og eru allir sem mætt hafa á æfingar undarfarið hvattir til að mæta. Nú styttist í að deildarbikarinn hefjist og þá verða þeir sem ætla sér að fá að mæta í þá leiki að vera búnir að sanna sig því að í þá leiki fara einungis sextán leikmenn. Deildarbikarinn hefst 2. apríl og er hægt að sjá upplýsingar um þá leiki og æfingarleiki undir nýjum hnappi fyrir undirbúningstímabilið hér fyrir ofan en þar koma til með að birtast niðurstöður og markaskorun í þeim leikjum sem við spilum fram að móti.

Kveðja
Björn Ásgeir meðlimur dúettsins Bo og Dó