miðvikudagur, febrúar 23

Hamar vs 2. flokkur Gróttu

Annar æfingarleikur okkar var í gær við 2. flokk Gróttu í Laugardalnum. Uppstilling byrjunarliðsins var eins og sjá má á myndinni hér og var spilað einhvers konar þrír-sex-einn leikkerfi. Þriggjamanna varnarlína með afturliggjandi miðjumann fyrir framan. Miðju með einn fremstann og svo einn sóknarmann frammi. Þessi tilrauna uppstilling sýndi það og sannaði á fyrstu mínútum leiksins að hún gekk alls ekki upp. Gróttumenn settu strax fyrsta markið á sjöttu mínútu og svo annað á þeirri áttundu. Ungir og sprækir Gróttu strákarnir gjörsamlega sundurspiluðu höfuðlausan Hamarsherinn sem hljóp um ráðvilltur um völlinn. Á 14. mínútu bættu þeir svo þriðja markinu við og lítið vit í okkar leik. Gróttumenn sóttu á þremur framherjum sem gerði það að verkum að erfitt var fyrir þriggja manna varnalínu að verjast þeim. Þegar við fengum svo boltan gekk hann nokkrar meterssendingar á milli manna í sex manna miðju pakka og skilaði engu nema því að þeir pressuðu og náðu boltanum hvað eftir annað af okkur. Ekkert flæði komst á leik okkar og er haft eftir einum reynslubolta innan okkar raða að aldrei hafi annað eins ráðaleysi verið uppá teningnum í varnarleik liðsins enda undirmannaðir svo um munaði. Nokkrar mannabreytingar voru gerðar eftir 30. mínútna leik en engar taktískar. Þrjú núll í hálfleik og þá skiptum við yfir í fjóra fjóra tvo. Mikill munur var á seinni hálflleik, flæði komst á leik liðsins og nokkur færi litu dagsins ljós. Gróttumenn bættu þó við fjórða markinu eftir misskilning í vörninnni sem varð til þess að maður komst einn í gegn. Helgi Guðna minnkaði munin fyrir okkur um miðjan seinnihálfleik og kláraði vel gott færi. Vörnin í seinni hálfleik samanstóð af Stebba og Jónasi í miðvörðum, Ásgeir og Grjóni bakverðir. Á miðjunni voru Haffi og Hákon, kanntarar Kalli og Haukur, frammi Eyþór og Siggi Gústafs. Miklar mannabreytinga voru svo og of langt mál að telja þær upp hér. Ungu strákarnir voru að gera fína hluti og ljóst að framtíðin er björt í Hveragerði. Maður leiksins var án efa Hákon en hann var eini sem á skilið hrós fyrir þennan leik. Hann spilaði vel bæði á miðjunni og í miðverðinum sem hann gerði síðustu mínúturnar. Annars er erfitt að dæma einstaklinga fyrir frammistöðu sína, og jafnframt ósanngjarnt, þegar heildin spilar jafn illa og raun bar vitni. Það er augljóst að það er margt sem þarf að laga og bæta en til þess eru æfingarleikirnir og hvet ég menn til að fara undirbúa sig fyrir næsta leik sem er næsta þriðjudag. Annars spiluðu þessir, held ég gleymi engum:

Markmenn:
Hlynur
Atli
Haffi

Varnarmenn
Björn Ásgeir
Finnbogi
Jónas (var á miðju í fyrri)
Kiddi
Njörður
Stebbi (var á miðu í fyrri)
Sigurjón

Miðjumenn
Haffi nýi
Hannes (var í vörn í fyrri)
Haukur
Hákon
Karl Valur
Helgi Guðna (1)
Sammi
Sindri
Jón Steinar

Sóknarmenn
Siggi Gústafs
Eyþór

Kveðja
Björn Ásgeir