Tipp-leikur
Ég vil vekja athygli á því að ég er að athuga grundvöll fyrir tipp-keppni inn á spjallinu. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í henni skulu fara inn á spjallið og gera grein fyrir því. Ef nægur mannskapur kvittar fyrir áhuga fyrir fimmtudag byrjum við um helgina. Fyrirkomulagið yrði þá eins og fyrir áramót. Spilað er þá uppá getraunaseðilinn og það kostar einn kaldan að taka þátt í hvert skipti. Sá sem er með flesta rétta hvert skipti fær pottinn. Við bætum svo inní meistaradeildinni og landsleikjum eftir þörfum og áhuga. Skuldarlisti verður gefin upp eftir hverja umferð sem segir til um það hvað menn skulda og eiga inni. Við höldum svo uppgjörshátíð þegar síðasta umferð verður í enska boltanum. Ég hvet alla til að vera með bæði leikmenn sem og áhugamenn. Þeir sem eru undir öl-aldri geta líka verið með og fá þeir þá jafnvirði vinningsins í peningum ef þeir vilja.
Kveðja
Björn Ásgeir
mánudagur, febrúar 21
Nýlegar fréttir
- Æfingarleikurþriðjudaginn 22. febrúar verður annar...
- B-RiðillinnÉg vil byrja á því að biðja aðdáendur H...
- ******-----.....Fyrsti æfingaleikurinn.....-----**...
- ÆFINGAR BYRJAÐAR. Æfingar eru hafnar af fullum kr...
- Kiddi Þjálfari Mætir!!!! Á morgun þann 11. janúa...
- Gleðileg Jól Meistaraflokkur Hamars óskar styrkt...
- Ef þið hafið áhuga á að kíkja hingað út c",) Datt...
- Framtíðarsvæði Hamars Niðurstaða könnunarinnar ,,...
- Æfingagallar Formaður meistaraflokks Hamars hefur...
- Jólamóti frestað! Innanhússmóti Hamars hefur veri...