Leikmanna kynning 2005
Jónas Guðnason / Jarðýtan / Matarmálaráðherra
Staða: Varnarmaður
Leikir: 11 - Mörk: 1 - Tímabil- 04
Fyrri félög: Selfoss, Árborg.
Jónas snéri aftur í Hveragerði fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað með knattspyrnufélagi Árborgar sumarið 2003. Hann spilaði ellefu leiki fyrir Hamar í sumar og skoraði eitt mark. Það mark kom í Fífunni á móti Drang og var jafnframt upphafið að endurkomu okkar í þeim leik. Jónas byrjaði sem sóknarmaður á sínum yngri árum í boltanum en hefur svo færst aftar á völlinn, eins og hann segir svo oft frá bitrum tóni. Hann færðist á miðjuna til að byrja með og spilar nú yfirleitt í vörn. Hann þykir þó frambærilegur á miðjunni þar sem baráttugleðin er mikil hjá kappanum ásamt góðri yfirsýn og lesskilningi uppá nokkur orð á mínútu. Hann var mikill styrkur fyrir okkur síðasta sumar, hann var annar fyrirliði og var í lok sumars hylltur með verðlaunum. Hann var valinn trukkur ársins ásamt því að vera valinn félagi ársins. (sjá nánar í september færslu) Hann söng svo nokkur vel valin lög í rútunni, í tilefni þess, á heimleiðinni. Jónas er gættur mikilli liðshollustu og er jafnframt síðstur manna til að gefast upp þegar á móti blæs. Matmaður er hann einnig mikill. Hann á án efa eftir að setja mark sitt á komandi sumar með Hamri og vera liðinu góður félagi enda núverandi félagi ársins.
laugardagur, febrúar 26
Nýlegar fréttir
- Hamar vs 2. flokkur GróttuAnnar æfingarleikur okka...
- Leikmanna kynning 2005Það skal tekið fram að leikm...
- Tipp-leikurÉg vil vekja athygli á því að ég er að ...
- Æfingarleikurþriðjudaginn 22. febrúar verður annar...
- B-RiðillinnÉg vil byrja á því að biðja aðdáendur H...
- ******-----.....Fyrsti æfingaleikurinn.....-----**...
- ÆFINGAR BYRJAÐAR. Æfingar eru hafnar af fullum kr...
- Kiddi Þjálfari Mætir!!!! Á morgun þann 11. janúa...
- Gleðileg Jól Meistaraflokkur Hamars óskar styrkt...
- Ef þið hafið áhuga á að kíkja hingað út c",) Datt...