laugardagur, apríl 2




Fyrsti leikur í deildabikar.
Í dag laugardaginn 2. apríl 2005 kl:17:00 spila Hamarsmenn sinn fyrsta leik í C-deild deildabikarskeppni KSÍ. Leikið verður á Stjörnuvellinum í Garðabæ og mótherjarnir að þessu sinni verður B-lið HK, sem spila undir merkjum Siglingafélagsins Ýmirs.
Að venju hefur stjórn meistaraflokksins í samvinnu við styrktaraðila flokksins tryggt öllum stuðningsmönnum Hamars frían aðgang að leiknum.
Hópurinn í dag:
Sigurður Einar
Njörður
Stefán Helgi
Björn Ásgeir
Hafþór
Hannes
Karl Valur
Helgi
Sindri
Rafn
Jón Steinar
Heimir
Jónas
Kristinn
Angantýr
Hjörtur
Leikmenn Hamars mæta kl:15:45 á Stjörnuvöllinn og gefa áritanir til kl:16:00.