miðvikudagur, apríl 5

Leikmanna hlekkur!

Til gamans ætla ég að biðja alla Hamarsmenn um að senda mér prófíl um sig og láta orðið berast um hópinn. Þá get ég sett upp leikmanna link þar sem eru myndir og helstu upplýsingar um leikmenn. Menn þurfa bara að svara nokkrum spurningum og senda mér á (www.bab3@hi.is) og svo set ég inn kynningu á einum leikmanni í viku. Svara þarf eftirfarandi spurningum og bæta við því sem menn vilja segja um sig. Þetta er ekki langt og tekur ekki langan tíma en gefur vonandi síðunni meira líf milli leikskýrslna. Þeir sem eiga mynd af sér mega senda hana með til bráðabirgða en svo verða teknar myndir við fyrsta tækifæri.

---
Nafn:
Gælunafn:
Fæðingardagur/ár:
Hæð og Þyngd:
Staða á vellinum:
Uppáhalds númer:
Leikir med meistaraflokk og mörk (ef menn vita):
Fyrri félög:
Besti samherjinn:
Fallegasti samherjinn:
Eftirminnilegasti leikurinn:
Knattspyrnu mottó:
Markmið:
Fleira (hvað sem er):

E-mail:
MSN:
Sími:
---

Kveðja
Björn Ásgeir