Hamar-Snæfell 6-1
Snæfell laut í gervigras |
Línur leiksins voru skýrar frá því að dómari leiksins flautaði hann á. Strax á fyrstu mínútu overlappaði Árni Geir Bjössa á hægri kantinum og sendi boltan inn í teig en Snæfellingar björguðu í horn. Hamar sótti án afláts í kjölfarið og á 6. mínútu fékk Dalibor kjörið tækifæri til að skora sitt fyrsta mark fyrir Hamar en þrátt fyrir hörkuskot rataði það ekki á ramman. Ný færi voru á hverri mínútu og á 11. mínútu fékk Siggi boltan inn í vítateig, hann náði góðu skoti á markið sem að markmaður Snæfells varði út í teigin, þar var Jónas mættur og setti boltan laglega í netið. Hann skoraði þar með í öðrum leiknum í röð. Þegar þarna var komið höfðu Snæfellingar komist tvisvar inn á vallarhelming Hamars en þó ekki langt.
Innan við mínútu síðar var Jónas hin sókndjarfi aftur á ferðinni en hann átti skot við vítateiginn sem fór rétt framhjá. Eftir það hægðist aðeins á sókn Hamars og “marksvefninn” góði tók völdin - það er nýyrði yfir meðvitundarleysið sem grípur Hamarsmenn eftir að við skorum. Bjössi var þó vaknaður fimm mínútum síðar og átti tvö skot með stuttu millibili sem fóru bæði rétt framhjá. Á 22. mínútu gerðist það svo að Snæfellingar fengu sitt fyrsta færi en allnokkrir Hamarsmenn sváfu þá enn værum blundi. Ástandið varð þó aldrei svo slæmt að Hamar missti yfirhöndina á leiknum en Snæfellingar komust þó lengra og lengra í sóknum sínum þegar líða tók á leikinn.
Hamarsmenn vöknuðu af svefninum smátt og smátt og sókn Hamars þyngdist. Hreint ótrúlegt verður að teljast að boltinn skyldi ekki hafa ratað oftar í mark andstæðinganna. Hættulegustu færin fram að hálfleik voru m.a. skot frá Milos við vítateig, skalli frá Bjössa eftir horn og svo stórhættuleg hjólhestaspyrna frá kapteininum eftir að boltinn barst til hans í kjölfar hornspyrnu. Á 34. mínútu leit svo besta færi hálfleiksins svo ljós þegar Árni Geir átti fínan sprett upp kantinn, sendi boltan fyrir þar sem Jónas kom aðvífandi og skallaði boltan í átt að Bjössa sem skallaði boltan rétt framhjá – og verður hann því héðan í frá kallaður "Bjössi-réttframhjá". Stuttu síðar tók Zoran hornspyrnu, Rafn fékk boltan á fjær (druga), tók laglega á móti boltanum og skaut viðstöðulaust á markið en boltinn vildi sem fyrr ekki á ramman. Tveimur mínútum síðar, nánar tiltekið á þeirri 40., komst Siggi Gísli einn á móti markmanni en markmaður Snæfells sá við honum. Í kjölfarið fylgdi svo glæsileg sókn sem hófst á snilldarsendingu frá Zoran á Árna Geir, sem renndi boltanum á Sigga sem hafði ekki heppnina með sér frekar en áður og sendi boltan framhjá. Jónas skallaði svo framhjá á markteig eftir góða sendingu frá Bjössa-réttframhjá og Milos átti einnig skalla yfir eftir horn áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Staðan af einhverjum óskiljanegum ástæðum bara 1-0 fyrir Hamri í hálfleik og ritarinn búinn með hálfa glósubók.
Í Seinni hálfleik hélt leitin áfram. Jónas klóraði sér í kollinum rétt áður en hann átti þrumu skalla rétt framhjá og Bjössi-réttframhjá vinkaði til áhorfenda áður en hann kom sér í dauðafæri sem endaði, eins og vanalega, rétt framhjá. Siggi átti skalla í slánna. Dalibor, Jónas og Siggi léku vel saman sem endaði með skoti hjá Sigga framhjá markinu. Jónas þrumaði boltanum á markið við vítateig en það var varið í horn og stuttu síðar skaut Dalibor niður dúfu sem hafði komi sér fyrir í rjáfum Akraneshallarinnar. Á 55. mínútu tölti Siggi inn í teig með boltan og var um það bil að koma sér í skotstöðu þegar varnarmaður Snæfell “braut” á honum. Vítaspyrna dæmd og Zoran skoraði af öryggi úr spyrnunni. Þá ákvað Hamarsliðið að leggja sig aðeins og Snæfellingar nýttu sér það og skoruðu á 58. mínútu og staðan orðinn 2-1. En sem fyrr var Bjössi-réttframhjá fljótur að vakna af svefninum og hann skoraði með skalla á 61. mínútu eftir sendingu frá hægri kanti.
Þá voru gerðar breytingar á Hamarsliðinu og Tryggvi kom inn á fyrir Dalibor og Heimir fyrir Árna Geir. Rafn bauð þá velkomna inn á völlinn með því að skora fjórða mark Hamars með “dauðakipp” í teignum eftir hornspyrnu eins og Svenni orðaði það. En Svenni sá, sem var áminntur eftir síðasta leik fyrir að skjóta ekkert á markið, bætti úr því á 73. mínútu er hann átti eina skot sitt í leiknum. Hann hefur gefið loforð um að í næsta leik verði skotin tvö og sýnir þannig markvissan stíganda í leik sínum, ef það gengur eftir. Eftir þetta kom Pontíus Pílatus svífandi inn á völlin í stað Trausta en Sigga varð svo starsýnt á þennan mikla konung að hann lét verja frá sér á línu. Zoran hjálpaði honum hins vegar að bæta úr því er hann sendi frábæra sendingu inn á hann sem hann kláraði vel. Siggi hljóp og náði í boltan úr netinu því hann átti jú eftir að skora eitt mark til þess að sigra veðmál sitt við Boban. Boban sá að veðmálið var í hættu og tók því Bjössa-réttframhjá út af af því að hann gefur alltaf á Sigga. Stjáni kom inn á í hans stað en hann gefur einmitt aldrei á Sigga. Snæfellingar fengu svo tækifæri til að minnka munin er þeir fengu aukaspyrnu á lokamínútu leiksins en Hlynur varði frábærlega þrátt fyrir að hafa haft tiltölulega lítið að gera í markinu. Það var svo komið rúmri mínútu fram yfir venjulegan leiktíma þegar Siggi komst einn á móti markmanni og gerði sig líklegan til að ganga frá veðmálinu. Markmaður Snæfellinga kom þó í veg fyrir það en hann náði ekki að koma í veg fyrir Tryggva sem fylgdi vel eftir og setti boltan örugglega í “druga” hornið.
Leikurinn í hnotskurn: Hreint ótrúleg nýting færa. Þrátt fyrir það voru skoruð sex mörk og ekkert þeirra af sama manninum. Allir að skila sínu og hópurinn stór og mjög góður. ”Marksvefninn” - þegar við skorum leggst liðið í dvala þangað til að andstæðingurinn refsar okkur fyrir það.
Byrjunarliðið: Hlynur í marki
Vörnin: Trausti(74)– Milos – Rafn(f) – Árni Geir(68)
Miðjan: Jónas – Zoran – Svenni
Sóknin: Dalibor(68) – Siggi Gísli – Bjössi(78)
Bekkurinn: Ásgeir(74) – Haffi – Heimir(68) – Kristján(68) – Siggi Gú – Sindri – Tryggvi(68)
Liðsstjórn: Boban(þ) – Hjörtur – Valli – Anton