Hamar-KFR 0-0
Siggi Gísli í baráttunni |
Í seinni hálfleik hafði vindurinn snúist í þver-vallar-rok og heldur bætt í. Snjókoman lagðist í þver-snjó-slyddu-skafrenning með éljum á köflum. Mikið var um inná skiptingar snemma hálfleiksins sem setti æfingarleikja svip á spil liðanna og leikurinn varð tilviljanakenndari. Það litu þó nokkur færi dagsins ljós og KFR-ingar fengu nokkur hálffæri eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Hamars en þeir náðu ekki að nýta sér þau. Anton og Ívan fengu bestu færi Hamars í seinni hálfleik en báðir komust þeir einir á móti markmanni KFR sem varði vel sem svo oft áður í leiknum. Æfingarleikur í hnotskurn er besta lýsingin á þessum leik en æfingaleikir hafa sinn tilgang.
Á morgun, sunnudag, er leikur gegn Ými í Kópavogi og mæting á sama stað og síðast klukkan 12:30. Allur æfingahópurinn er boðaður í leikinn.